Bloggið

Húsamálarinn logo

Nýr vefur Húsamálarans

Vefur vikunnar að þessu sinni er nýr vefur Húsamálarans, Húsamálarinn.is. Forsvarsmenn Húsamálarans vantaði vef en fyrir voru þeir aðeins með síðu á Facebook. Með því að leita til webdew.is fengu þeir vefstefnumótun, skilgreiningu leitarorða og að sjálfsögðu vef, einfaldan en glæsilegan, sem uppfyllir þarfir þeirra til að koma sér á framfæri á internetinu. Með þökkum

Túkall

Gjaldið keisaranum það sem keisarans er…

Vefurinn þessa vikuna er skattur.is, þjónustusíður vefs RSK.is. Þarf að segja eitthvað meira? Þetta er einn af þeim opinberu vefjum sem hefur gert okkur lífið auðveldara á undanförnum árum. Þegar ég var að alast upp, var sett skilti upp heima “Skattaskýrsla í vinnslu” og það var eins gott að vera ekki með nein læti meðan

Tilvera okkar er…

Undarlegt ferðalag… Með morgunkaffinu um helgar finnst mér yndælt að fletta blöðunum.  Stundir sem ég nýt í botn og get gleymt mér í alls konar pistlum, viðtölum eða auglýsingum um störf og fasteignir. Í Fréttatímanum á laugardagsmorguninn las ég pistilinn Fertugur á árinu… dæs  eftir Hannes Friðbjarnarson. Skemmtileg lesning. Og svo var það á sunnudagsmorguninn, þegar

Karolinafund.com

Karólínu sjóðurinn

Ertu að leita að fjármagni fyrir skapandi verkefni? Þá gæti sjóður Karólínu verið rétti vettvangurinn fyrir þig. Karolinafund.com er hópfjármögnunarvefur sem hleypt var af stokkunum í september 2012. Það getur hver sem er tekið þátt, þú þarft aðeins að skrá þig og samþykkja skilmála. Svo þarftu jú, að markaðssetja verkefnið þitt og gera það nægilega spennandi fyrir

Vefstefna og vefstefnumótun

Undanfarnar vikur er ég búin að gera nokkuð af því að móta vefstefnu. Fann því að það vantaði efni á minn eigin vef, um vefstefnu og vefstefnumótun. Það er nefnilega allt of algengt að vefstefna hvers vefs sé “óáþreifanleg”. Hún er bara svona tilfinning sem þeir sem eru að vinna með vefinn hafa. “Hún er

Færð á vegum 9. febrúar 2015 kl. 8:06

Vegagerðin: Færð á vegum

Vefur vikunnar að þessu sinni er vefur Vegagerðarinnar, eða sá hluti hans sem ég geri ráð fyrir (óstaðfest) að sé mest notaður: Færð á vegum. Okkur Íslendingum er veðrið oft ofarlega í huga. Aðallega vegna þess að það skiptir okkur máli. Það breytir eiginlega engu á hvaða árstíma um er að ræða, það hefur líka

Yahoo

Súper sunnudagur: Auglýsingarnar

Fyrir okkur markaðsnördana, þá eru sjónvarpsauglýsingar efni til áhorfs út af fyrir sig.  Einn af hátindunum á hverju ári eru sjónvarpsauglýsingarnar sem sýndar eru á súper sunnudegi (e. Super Sunday) þegar úrslitaleik NFL er sjónvarpað. Til að birta hverja 30 sekúndna auglýsingu þarf að borga um $4,5 milljón (um 600 milljónir í íslenskum krónum). Þannig

SVEF samtök vefiðnaðarins

SVEF: Samtök vefiðnaðarins og íslensku vefverðlaunin

Vefur vikunnar að þessu sinni er vefur Svef, samtaka vefiðnaðarins. Það er nefnilega í lok þessarar viku sem íslensku vefverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Gamla Bíó. Tilfinningin er eiginlega eins og það sé Óskarsvika, eftirvæntingin er mikil og spennustigið hátt. Af hverju? Jú, ég hef orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að hljóta tilnefningu og

Google Webmaster Tools

Leitarvélabestun: SEO (Search Engine Optimisation)

Leitarvélabestun. Þetta er eitt af þessu buzz orðum, orðum sem stundum geta verið jargon en ef þú hefur áhuga á að skyggnast aðeins undir yfirborðið þá er þetta ekki svo flókið. Ætli ég hafi ekki notað “leitarvélabestun” oftar í dag en venjulega, var á fundi með væntanlegum viðskiptavinum og nefndi það í a.m.k. tveimur símtölum. Leitarvélabestun

Gerry McGovern

Vefur vikunnar: New Thinking

Vefur vikunnar að þessu sinni er vikulegt fréttabréf Gerry McGovern, New Thinking, sem ég fæ sent í innhólfið hjá mér. Þessi vikulega lesning er eitt af því sem heldur manni ferskum. Árið 2009 varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að sitja fyrirlestur og workshop hjá þessari fyrirmynd minni. Þá hafði ég þegar verið áskrifandi að fréttabréfinu hans