Samfélagsmiðlar

Samfélagsmiðlar ©webdew
Samfélagsmiðlar

Hluti af markaðssetningu á netinu eru samskipti við viðskiptavini gegnum samfélagsmiðla. Samfélagsmiðlar hafa öðlast sífellt meira vægi og jafnvel hefur verið sagt að fólk taki frekar mark á ráðleggingum gegnum samfélagsmiðla en frá vinum og kunningjum. Samfélagsmiðlar geta því verið mjög öflugir, bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt.

Stefnumótun samfélagsmiðla fyrir þitt fyrirtæki og þína viðskiptavini er því mikilvægt að vinna og fylgja svo stefnunni.

  • Hvar eru núverandi viðskiptavinir þínir á netinu?
  • Hvar viltu nálgast og eignast nýja viðskiptavini?
  • Hvaða tungumál henta þínu fyrirtæki?
  • Hverju á ég að miðla/ deila með viðskiptavinum?

Allt þetta eru spurningar sem þú getur fengið ráðgjöf um hjá webdew.

Hvað eru samfélagsmiðlar?

Samfélagsmiðlar eru vefir á Internetinu þar sem hægt er að eiga gagnvirk samskipti, t.d. viðskiptavinir við fyrirtæki og öfugt.

Skoðaðu vefveröld mína, þar eru tenglar á þá samfélagmiðla sem ég nota. Það eru vissulega mikið fleiri samfélagsmiðlar til; digg, dribble  (fyrir hönnuði), mixi (stærri en Facebook í Japan), panoramio (myndir alls staðar að úr heiminum). Það fer allt eftir tilgangi og menningu hvaða samfélagsmiðlar henta þínu fyrirtæki.

Hvernig virkar þetta?

Þú hefur samband, þú getur hringt í síma 690 1205 eða sent tölvupóst á dew@webdew.is og beðið um stefnumótun fyrir samfélagsmiðla. Ég tek stöðuna, hvaða samfélagsmiðla verið er að nota nú þegar og hvort ástæða er til að gera einhverjar breytingar. Ég set upp stefnu fyrir hvern samfélagsmiðil sem verið er að nota, sem svo annað hvort þú sérð um að framfylgja eða getur fengið aðstoð við það.

Hvað gerir þú svo?

Hversu mikla aðstoð þú vilt við samfélagsmiðla, e.t.v. við að útbúa efni á viðeigandi tungumáli, eða myndefni er valkvætt. Ég get séð um þetta fyrir þig ef það er það sem þú vilt. Ef þú ert tæknitröll og vilt sjálf/ur halda um stjórnartaumana þá er það líka í boði. Eiginlega það eina sem gengur ekki er að gera ekki neitt, það er ekki hvetjandi til viðskipta að þegja þunnu hljóði.

Hvað kosta samfélagsmiðlar?

Stefnumótun samfélagsmiðla fyrir þinn vef kostar 19.800 kr og þar við bætist virðisaukaskattur. Ef þú færð webdew til að framfylgja stefnunni til lengri tíma, þá mæli ég með að við gerum samning um þjónustu í fastri áskrift, til dæmis til þriggja mánaða.

„Vits er þörf þeim er víða ratar“. - Úr Hávamálum