webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Edit Template

Vefstefna

Vefstefna

Vefstefna og vefstefnumótun er afar mikilvægur þáttur við gerð vefsvæða. Ef þú veist ekki hvert þú stefnir með vefinn þinn, þá veistu ekki hvort þú ert á réttri leið. Því er það alveg ótrúlega algengt að hlaupið sé yfir þennan skipulagsþátt og farið beint í að vinna vefinn, gera grafíska hönnun og forrita virkni. Svo er bara seinna hægt að setja inn efnið.

Algengast er að vefstefna sé hvers vefs sé „óáþreifanleg“. Hún er kannski bara tilfinning vefstjóra en ef vefstjórinn hefur ekki fullt vald og rétt til ákvarðanatöku þá geta vandast málin. Afsakanir eins og „vefstefnan er ennþá breytileg, ennþá í mótun…“ eru bara afsakanir fyrir því að ekki er búið að setja vefstefnuna niður á blað.

Það má segja að vefstefnumótun sé heimavinna, þarfagreining á því hvað vefurinn á að gera fyrir þig og hvernig þú vilt haga þínum vefmálum. Að kortleggja hvert þú ert að fara, vera með ákveðin markmið um hvert ferðinni skal heitið og hvernig þú ætlar að komast þangað.

Hafðu þetta einfalt: Settu vefstefnuna niður á blað.

Í vefsíðugerðinni eru fólgnir margir mismunandi þættir. Fyrst af öllu er þarfagreining eða kannski frekar væntingastjórnun, því það er mjög mikilvægt að allir aðilar séu með sama skilning á hlutunum áður en lagt er í hönnun útlits, forritun, efnisvinnslu og efnisinnsetningu. 

Vefstefnumótun

Vefstefnumótun er ferli sem getur tekið á sig margvíslegar myndir að hægt er að nota ýmis stefnumótunartól til að styðjast við þegar vefstefna er mótuð. 

Hlutverk vefsins verður að vera skýrt, hvaða hlutverki þjónar vefurinn? Er hann upplýsingarvefur eða söluvefur?

Skýr markmið vefs, þar er hægt að notast við SMART markmið en í því felst að þau séu 1) Skýr 2) Mælanleg 3) Aðgerðamiðuð 4) Raunhæf og 5) Tímasett. Veigamestu verkefnin (e. Top Task) þarf að setja niður sem hluta af vefstefnunni. Frábær aðferðafræði sem ég hef notað fyrir marga vefi í gegnum tíðina. Að skilgreina efni og ábyrgð felur í sér hvaðan efnið kemur, hver skrifar það eða skaffar myndirnar og hver ber ábyrgð á efnisinnsetningu. Ekki síður þarf að setja niður úreldingarstefnu, sem snýst um hve lengi efni eigi að vera lifandi á vefnum. Vefurinn þinn er ekki skjalageymsla. 

Leitarvélabestun þarf að skilgreina og endurskoða reglulegu. Stefna fyrir samfélagsmiðla, val þeirra, hvaða efni á að deila, hvenær og hver ber ábyrgð á því. 

Vefstefna - skýringarmynd ©webdew.is

Vefstefna verður að vera til staðar og hana þarf að endurskoða reglulega. Hversu ítarlega þú vilt hafa vefstefnuna er að sjálfsögðu sveigjanlegt. Auk ofangreindra þátta er lykilatrið vefstefnu að ákvarða blæbrigði (e. Tone of Voice) eða persónuleika vefsins, hvernig hann/hún ávarpar viðskiptavini.

Hvernig virkar vefstefna?

Til þess að móta vefstefnu eru til margar mismunandi leiðir, misflóknar og tímafrekar. Viðtöl við viðskiptavini og hagsmunaaðila geta varpað ljósi á þarfir og verkefni sem vefurinn þarf að taka tillit til.

Það mikilvægasta af öllu er þó einfaldlega að setja vefstefnuna niður á blað, það auðveldar öllum sem koma að vinnu við vefinn og viðhaldi hans sína vinnu. Góður undirbúningur og einföld auðskiljanleg vefstefna sparar þannig tíma og peninga þegar til lengri tíma er litið.

Hjá Fúnksjón er að finna margar góðar greinar, m.a. Vefstefna á ekki heima í skúffu

Hvað gerir þú svo?

Þú notar vefstefnuna sem grunn til að byggja á. Hvort sem það er fyrir hönnun á útliti, myndvinnslu, textaskrif, forritun á virkni, endurskoðun á efni eða stafræna markaðssetningu.

Vefstefnan er eins og ferðaáætlun, vegvísir, þú veist hvert þú ert að fara og hvernig þú ætlar að komast þangað. Vefstjórinn á vefnum þínum þarf að hafa kort eins og kallinn í brúnni.

Hvað kostar vefstefna?

Kostnaður við mótun vefstefnu ræðst af umfangi verkefnisins og hvernig þú vilt ráðast í framkvæmd þess. 

Viðraðu þær hugmyndir sem þú hefur þegar þú hefur samband. Ég geri þér tilboð þegar ég er búin að meta umfangið á minni vinnu.

Hver klukkustund við vefsíðugerð kostar 19.900 krónur + vsk en þegar tímarnir safnast saman verða þeir ódýrari. 

Hafðu samband

Hvaða samskiptaleið hentar þér? Settu þig í samband við mig. 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

© 2023 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Leitið og þér munið finna