Bókhaldsþjónustan Núll

nullehf forsida Leitarvélabestun

Bókhaldsþjónustan Núll

Bókhalds- og fasteignafélagið Núll tók til starfa í lok árs 2016. Núllið eins og það er kallað í daglegu tali annast alla alhliða bókhaldsþjónustu, virðisaukaskattskil, launaútreikninga og -greiðslur og veitir jafnt einstaklingum, verktökum, félagasamtökum og fyrirtækjum persónulega bókhaldsþjónustu.

Þær stöllur Halldóra og Guðrún eru góðar í pappírum og flestum finnst þægilegt að losna við bókhaldsvinnuna, þurfa aðeins að afhenda fylgiskjölin.

Þær leituðu til mín varðandi að gera vef og voru á algjörum byrjunarreit. Því varð úr að ég heimsótti þær, tók ljósmyndir og svo settum við okkur nokkur markmið varðandi leitarvélabestun.

webdew annaðist

 • Vefstefnumótun
 • Vefsíðugerð
 • Hlutverk og markmið skilgreind
 • Veigamestu verkefni vefsins skilgreind
 • Val tæknilegra viðbóta
 • Útlit, litir og grafík valin
 • Ljósmyndun
 • Myndvinnsla
 • Prófarkalestur
 • Innsetning á efni
 • Prófanir á virkni á öllum snjalltækjum

Skoða vefinn

http://nullehf.is/