Fluidfilm.is

Skjámynd af forsíðu Fluidfilm.is Leitarvélabestun

Fluidfilm.is

Fluidfilm höfðu samband þegar komið var að því að umboðsaðilar á Íslandi settu upp sinn eigin vef.

Þetta verkefni snérist að mjög miklu leyti um væntingastjórnun, því fyrir Jóa var þetta bara ekkert mál, bara gera vef eins og fluidfilm.com. Nema þetta… nema hitt…
Eftir að við fórum fram og til baka í nokkra mánuði (þetta var löng meðganga), þá náðum við að ramma inn verkefnið þannig að báðir aðilar voru sáttir og vissu hvers var að vænta af hinum.

Fyrir vörumerki er mjög mikilvægt að eiga sitt eigið myndefni og vera með á hreinu hvaða höfundarrétt ber að virða.
Dögg gat tekið ljósmyndir fyrir Fluidfilm, þar sem þeir eru dyggur styrktaraðili Guttans Reborn í íslensku torfærunni.
Þýðingar á vörulýsingum voru líka svolítið krefjandi, þar sem smurefni eru með sérhæfðan orðaforða og í daglegu tali mikið um slettur, svo það er að mörgu að huga þegar kemur að leitarvélabestun.

Fluidfilm á Íslandi er heildsali og því mikilvægt að á vefnum þeirra sé að finna gott yfirlit yfir sölustaði. Framsetning sölustaðanna var valin á tvennan hátt, annars vegar í lista með tenglum á vefi söluaðila og hins vegar á korti, tengdu Google Maps.

webdew annaðist

  • Vefstefnumótun
  • Vefsíðugerð
  • Hlutverk og markmið skilgreind
  • Veigamestu verkefni vefsins skilgreind
  • Val tæknilegra viðbóta
  • Útlit, litir og grafík valin
  • Leitarvélabestun
  • Ljósmyndun
  • Myndvinnsla
  • Prófarkalestur
  • Innsetning á efni
  • Prófanir á virkni á öllum snjalltækjum

Skoða vefinn

http://fluidfilm.is/