#Fordómalaus

Fordómalaus Facebook síða Samfélagsmiðlar

#Fordómalaus

Í samvinnu við auglýsingastofuna Árnasyni vann webdew samfélagsmiðlaherferðina Fordómalaus. Tjarnargatan sá um framleiðslu myndbanda.

Fordómalaus – átak unnið í samstarfi við Innflytjendaráð og Velferðarráðuneyti til að vekja okkur til umhugsunar um hvaðan fordómar spretta og sýna heilbrigt og hreinskilið viðhorf þeirra.

Átakið sló í gegn á vefmiðlum og voru áhorf á myndböndin um 115 þúsund fyrstu vikuna sem herferðin var keyrð í byrjun janúar 2016.

Í verkefninu, sem enn er í fullum gangi eru notaðir samfélagsmiðlarnir Youtube og Facebook. Meira um herferðina má finna með því að nota #fordómalaus við leit á samfélagsmiðlum.