
#Gott að lesa
Í samvinnu við auglýsingastofuna Árnasyni vann webdew samfélagsmiðlaherferð fyrir “Þjóðarsáttmáli um læsi” (Það er gott að lesa), unnið í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneyti – þar sem markmið átaks var að efla vitund og virkni innan skólakerfis til að bæta læsi á landsvísu.
Gerður var texti við þekkt lag sem dreift var inn á grunnskóla í gegnum samfélagsmiðla og fékk myndbandið meira en 13 þúsund áhorf á meðan herferðin var keyrð.
Í verkefninu voru notaðir samfélagsmiðlarnir Facebook, Youtube, Twitter og Instagram. Eftir að keyrslu herferðarinnar lauk tóku starfsmenn Menntamálastofnunar við verkefninu, fengu afhenta skýrslu með árangri og aðgangsupplýsingum að samfélagsmiðlum og sjá sjálfir um samfélagsmiðlana í dag.
Meira um herferðina má finna með því að nota #gottaðlesa við leit á samfélagsmiðlum.