
Offroad Iceland.is
Nýtt vörumerki (e. Rebranding) – Offroad Iceland
Í apríl 2015 var tekin ný stefna í markaðssetningu farþegaferða á torfærubílnum og vörumerkið Offroad Iceland tók yfir. Þessu samhliða voru gerðar breytingar á vefnum, nýtt markaðsefni útbúið og efni fyrir síður samfélagsmiðla.
Þá kom Offroad Iceland í fasta áskrift af vefstjóra til leigu og því samhliða sá webdew um markaðssetningu á netinu og samfélagsmiðla.
Offroad Reykjavík
webdew gerði nýjan vef fyrir Off Road Reykjavík frá grunni í maí 2014.
Vefurinn þurfti að vera á tveimur tungumálum, íslensku og ensku, því auk þess að vera keppnislið til Íslandsmeistara í torfæru þá býður Off Road Reykjavík upp á ótrúlega magnaðar ævintýraferðir á torfærubílunum og markhópurinn eru erlendir ferðamenn.
Útlit á Facebook síðu var samræmt við nýja ímynd og Youtube rás var opnuð. Þá var ákveðið að nota Instagram fyrir myndir.
webdew annaðist
- Ímyndarsköpun
- Textagerð
- Myndvinnsla
- Myndbandavinnsla
- Prófarkalestur
- Innsetning á efni
- Vefráðgjöf
- Upplýsingaarkitektúr
- Samfélagsmiðlar
- Verkefnastýring