#RomanticReykjanes

Romantic Reykjanes pinterest skjámynd Samfélagsmiðlar

#RomanticReykjanes

“Rómantík á Reykjanesi” var herferð sem keyrð var í samstarfi við Markaðsstofu Reykjaness sem miðaði að því að vekja athygli á því að Reykjanes komst á topp tíu lista USA Today yfir “Under the Radar Romantic Destinations” í júlí 2015. Í framhaldi af því tók Reykjanes þátt í keppni um að verða fyrir valinu sem staður nr. 1 á þeim lista.Kosningin fór fram á vefnum og var búinn til leikur á samfélagsmiðlum til að auka þátttöku í kosningu og auka líkur Reykjaness á að verða fyrir valinu.  

Í verkefninu voru notaðir samfélagsmiðlarnir Facebook, Instagram og Pinterest. Að auki voru sendir út tölvupóstar með Mailchimp til fyrirtækja sem eru innan vébanda Markaðsstofu Reykjaness, til þess að fá þau til þátttöku og til að ýta undir að þau kæmu kosningunni á framfæri við sína viðskiptavini, á eigin vefjum og samfélagsmiðlum.

  Reykjanes endaði í fimmta sæti í kosningunni og í kjölfarið var keyrður leikur á Facebook, til að þakka fyrir góða kosningu. Vinningar voru frá þáttökufyrirtækjum, settir saman í rómantíska pakka og fjórir vinningshafar dregnir út. 

Meira um herferðina má finna með því að nota #RomanticReykjanes við leit á samfélagsmiðlum.