Ingibjörg Gréta Gísladóttir hafði samband við Dögg hjá webdew.is og var í uppnámi, ofandaði í símann því það var hreinlega allt í skralli. Viðburðir sem birtast áttu á vefnum birtust bara alls ekki. Dögg skoðaði málið og bakenda vefsins. Í bakendanum var allt orðið stútfullt af viðbótum (e. Plugins) sem enginn var lengur að nota og voru ekki neinum til gagns. Útlitið (e. Theme) var sérsniðið og það var bara alls ekki að virka. Dögg lagaði því til í bakendanum, tók út viðbætur sem ekki voru lengur í notkun og að lokum var einnig skipt um útlit á vefnum.Þessar breytingar urðu til þess að notendur í bakendanum geta nú auðveldlega unnið að þeim verkefnum sem þeir þurfa, eins og að setja inn fréttir og stofna nýja viðburði, sem birtast í heildardagskrá Funda fólksins, en líka með því að setja flokka (e. Categories) var hægt að birta viðburði sem tilheyra Lýðræðishátíð unga fólksins á sér síðu, þar sem aðeins birtast viðeigandi viðburðir. Niðurstaða: Allir glaðir og geta notað einfaldan WordPress vef, eins og til var ætlast. webdew annaðist Þjónustuskoðun á vef Vefstefnumótun Val á þema Útlit skapað með litum og virkni Vefsíðugerð Prófarkalestur Innsetning á efni Vefstjóri til leigu Prófanir á virkni á öllum snjalltækjum Skoða vefinn Fundur fólksins
Verkvík – Sandtak
Verkvík – Sandtak er traustur samstarfsaðili stærstu fyrirtækja á Íslandi þegar kemur að mannvirkjagerð og viðhaldi fyrir innviði. Helstu verkefni Verkvíkur eru sandblástur, málmhúðun, tæringarvarnir og viðhald t.d. á raflínumöstrum og steyptum mannvirkjum. Óskað var eftir nýjum vef fyrir Verkvík – Sandtak á vormánuðum 2023, enda gamli vefurinn orðinn úr sér genginn, barn síns tíma. Dögg Matthíasdóttir hjá webdew annaðist vefsíðugerð á nýjum vef fyrir Verkvík – Sandtak. Dögg setti saman vefáætlun fyrir Verkvík. Verkvík safnaði saman myndum og allir starfsmenn fóru í myndatöku, til þess að til taks væru nýjar starfsmannamyndir, enda fallegt fólk þarna á ferðinni. Dögg valdi þema til að nota fyrir vefinn og aðlagaði útlit í þemanu að þeim litum sem Verkvík notar eins og í lógóinu sínu. Það er algengt að fyrirtæki séu aðeins að vinna með einn lit, lógólitinn sinn, en fyrir vef þarf að velja amk einn hliðarlit sem getur staðið með lógólitnum t.d. til þess að nota sem lit fyrir hnappa og í „hover“ þegar hangið er yfir hnöppum til að gera virkni á vefnum sýnilega notendum. Dögg las og grisjaði efnið á gamla vefnum til þess að komast að því hvað hægt væri að nota á nýja vefnum. Fyrirtæki vaxa og þroskast og starfsemin tekur breytingum með tímanum. Þegar komin var mynd á núverandi starfsemi, skrifaði Dögg veftexta fyrir Verkvik.is. Dögg annaðist uppsetningu vefsins, samskipti við hýsingaraðila, setti inn efni á vefinn, myndir og texta, leitarvélabestun var í höndum Daggar, sem og prófarkalestur og allar prófanir á snjalltækjum. Verkvík – Sandtak fengu nýjan vef afhentan til reksturs í júní 2023. webdew annaðist Þjónustuskoðun á vef Vefstefnumótun Val á þema Útlit skapað með litum og virkni Efnisskrif fyrir vef Myndvinnsla Leitarvélabestun Vefsíðugerð Prófarkalestur Innsetning á efni Vefstjóri til leigu Prófanir á virkni á öllum snjalltækjum Skoða vefinn Verkvik.is
Fugl ársins
Fuglavernd stóð annað árið í röð fyrir valinu á fuglí ársins. Fuglavernd leitaði til webdew til þess að útbúa vef til þess að halda utan um tilnefnda fugla, kosningastjóra og svo kosninguna sjálfa, þannig að verkefnið var sett upp í nokkrum skrefum. Vefur í WordPress varð fyrir valinu, enda það vefumsjónarkerfi með ráðandi markaðshlutdeild. Ljósmyndir og upplýsingar um fuglana komu frá starfsmönnum Fuglaverndar og verkefnisstjóra fugls ársins, Brynju Davíðsdóttur. Fyrst var vefurinn settur upp með það að markmiði að ná til kosningastjóra, þ.e. til þeirra aðila sem hafa hug á því að velja sér fugl til að koma honum á framfæri í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Þá var efnið einmitt framsett með það í huga að auðvelt væri að deila því á samfélagsmiðla. Eftir að fuglarnir í framboði höfðu hlotið kosningastjóra, tók við tímabil kosningarinnar. Til þess var valin viðbót, sem takmarkaði kosningaþátttöku við eitt sinn, svo hver þátttakandi í kosningunni fékk aðeins eitt atkvæði. Alls kusu 2100 mannns um fugl ársins 2022 og hlaut maríuerla yfirburðakosningu og sigraði með 21% atkvæða. webdew annaðist Vefstefnumótun Vefsíðugerð Hlutverk og markmið skilgreind Veigamestu verkefni vefsins skilgreind Val tæknilegra viðbóta Útlit, litir og grafík valin Myndvinnsla Leitarvélabestun Prófarkalestur Innsetning á efni Vefstjóri til leigu Prófanir á virkni á öllum snjalltækjum Skoða vefinn Fuglársins.is