Þjónustan

Fyrst þú ert kominn hingað, þá ertu að leita ráða, leita leiða til þess að gera betur í þínum vefviðskiptum og markaðssetningu á internetinu. Já, Internetið er nefnilega ekki bara bóla. Hafðu samband og vittu hvort við eigum samleið, en fyrst viltu kannski vita aðeins meira?

Skoðaðu verkefnin sem ég hef unnið og á blogginu geturðu lesið um hvað er að frétta hjá mér.

Persónuleg & sérhæfð vefráðgjöf

Webdew er vefstofa sem veitir sérhæfða, persónulega vefráðgjöf og þjónustu við:

Vefveröldin

Að skapa heildstæða ímynd, þvert á miðla og flytja sömu skilaboðin er krefjandi verkefni að fást við. Heildarmyndin getur verið önnur en hér, en það er mikilvægt að hafa yfirsýn yfir vefmálin og markaðssetningu á netinu.  Við finnum í sameiningu hvar snertifletir eru við viðskiptavini í vefveröldinni og hvar tækifærin til þess að eiga samtal við þá liggja.

Vefveröldin er margbrotin

Föst áskrift þjónustuleiða

Árangur í lífinu og markaðssetningu á internetinu næst ekki á einni nóttu, ekki með einum smelli. Það þarf að fylgjast með örri þróun og aðlagast breytingum. Þess vegna býð ég viðskiptavinum mínum upp á fasta áskrift að þeim þjónustuleiðum sem ég býð.

Föst áskrift er að lágmarki til þriggja mánaða í senn, 90 daga, og með henni býðst meiri sveigjanleiki. Með fastri áskrift þarftu ekki að velja einhverja eina þjónustu, heldur getum við blandað saman aðferðunum og mætt þínum vefþörfum, sem jafnvel breytast innan tímabilsins.

Viðskiptavinir í fastri áskrift njóta betri kjara, veittur er afsláttur þegar tímarnir fara að safnast saman.

Velkomin í viðskipti

Hafðu samband vefleiðis, í síma 690 1205 eða sendu tölvupóst á dew@webdew.is  og vertu velkomin í viðskipti, ég er handviss um að það er byrjunin á einhverju fallegu.

„Vits er þörf þeim er víða ratar“. - Úr Hávamálum