webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Edit Template

Leitarorðaherferðir - PPC

Leitarorðaherferðir

Leitarorðaherferðir (e. Pay Per Click) er oft skammstafað PPC á ensku. Átt er við auglýsingaherferðir á Internetinu þar sem leitarorð eru skilgreind, þegar þau eru slegin inn í leitarvélina birtist annað hvort vefborði eða textaauglýsing og ef viðkomandi notandi smellir á auglýsinguna, greiðir þú fyrir birtinguna, annars ekki.

Á vettvangi leitarvélanna ber Google höfuð og herðar yfir keppinauta sína, með nærri 90% markaðshlutdeild leitarvéla á heimsvísu. Það er ekki að ástæðulausu að við segjum: „Gúgglaðu það“.

Það að vera efst í leitarniðurstöðum skiptir miklu máli í harðri samkeppni um viðskiptavini. Því er öllum tíma vel varið sem lagður er í vandaða vinnu við leitarvélabestun.

Skilgreiningu leitarorða er hægt að samnýta með leitarorðaherferðum ef þú vilt nýta þér kosti þeirra jafnframt því að vinna að leitarvélabestun. Munurinn er sá að í leitarorðaherferð ertu að kaupa birtingu á þinni auglýsingu með leitarorðinu, leitarvélabestun gerir það að verkun að þín vefsíða um viðkomandi efni er talin best og kemur þar af leiðandi efst í leitarniðurstöðurnar.

Google Ads auglýsingar

Google Ads er verkfærið sem Google býður frítt uppá til þess að halda utan um og stýra auglýsingum á leitarvélinni. Þú sérð kostaðar leitarniðurstöður bæði efst og neðst í leitarniðurstöðunum sem Google gefur þér sem svar við því sem þú ert að leita að.

Leitarorðaherferðir - Google Ads auglýsingar

Skilgreining leitarorða

Hvaða orð eða orðasamband sem tilvonandi viðskiptavinur notar um vöruna eða þjónustuna er mikilvægt að skilgreina áður en haldið er af stað. Samheiti, eintala, fleirtala og fallbeyging skipta líka máli.

Textaauglýsingar eða vefborðar?

Textaauglýsingar eða keyptar leitarniðurstöður eru allt eins árangursríkar og vefborðar sem innihalda lýsandi myndefni auk skriflegra skilaboða. Hvað hentar best í hverju tilviki fyrir sig er metið.

Smellihlutfall

Til þess að meta árangur leitarorðaherferða og vefauglýsinga er reiknað smellihlutfall (e. Click Through Rate).  Smellihlutfallið segir til um hversu margir af þeim sem sáu viðkomandi vefauglýsingu í birtingu, smelltu á hana, til þess að komast á lendingarsíðuna sem tengd er við auglýsingaherferðina. 

Lendingarsíða

Lendingarsíða er vefsíðan sem þú heimsækir þegar þú smellir á kostaða leitarniðurstöðu eða vefborða.  Það er alls ekki mælt með því að það sé forsíða vefsins sem þú ert heimsækja, þvert á móti þarf fyrir hverja herferð að hugsa um lendingarsíður.

Viðeigandi lendingarsíða með skilgreindu leitarorði eykur líkurnar á því að heimsóknin skili árangri og þú seljir vöruna/þjónustuna þína.

Hvernig virka leitarorðaherferðir?

Þegar ráðist er í leitarorðaherferð er fyrst og fremst er verið að horfa á Google og tólin sem þar eru í boði. Við skilgreinum leitarorðin, skrifum auglýsinguna og veljum myndefnið eins og við á, lendingarsíður eru útbúnar og tenglar settir inn fyrir þær.

Eftir að leitarorðaherferð er hleypt af stokkunum þarf hún eftirfylgni, hvaða leitarorð eru að skila árangri og hver ekki, eru einhver of dýr og klára fjárhagsáætlunina? Mundu að þú borgar bara fyrir smellina sem verða að heimsókn yfir á þinn vef.

Hvað kostar leitarorðaherferð?

Fyrir hverja leitarorðaherferð þarf að setja niður kostnaðar- og tímaáætlun, hvað viltu eyða miklu og á hve löngum tíma? Samkeppni um leitarorð er mishörð, það eru bæði til leitarorð sem eru mjög dýr og ódýr.

Hafðu samband

Hvaða samskiptaleið hentar þér? Settu þig í samband við mig. 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

© 2023 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Leitið og þér munið finna