
webdew er orðaleikur (e. anagram) að vef (e.web) og Dögg (e.dew).
Hugmyndin með endurvinnsluþríhyrningnum er að það þarf ekki alltaf að byrja frá grunni, það er vel hægt að byggja á því sem áður hefur verið gert. Um leið minnir hann á sífellda endurhugsun, vefverkefni eru í örri þróun og vefur þarf sífellt að takast á við breytt umhverfi, þetta er aldrei búið.
webdew vefráðgjöf varð til þegar ég fór í fæðingarorlof og fann að mig langaði til að verja meiri tíma með dóttur minni. Í stað þess að setja hana til dagmömmu og hverfa til fyrri starfa, ákvað ég að nýta kunnáttu mína, menntun og reynslu og skapa mér atvinnu á mínum eigin forsendum. Ef ég byggi í sveit, þá finndist öllum þetta alveg sjálfsagt.
Markmið webdew.is
- Að veita fleiri en einu fyrirtæki færi á að njóta starfskrafta minna
- Að sinna litlum og meðalstórum fyrirtækjum
- Að nýta sérþekkingu mína og reynslu
- Að veita persónulega þjónustu
Dögg Matthíasdóttir er eigandi og framkvæmdastjóri webdew.is
Viðurkenndur stafrænn markaðssérfræðingur
Dögg Matthíasdóttir er viðurkenndur stafrænn markaðssérfræðingur frá Akademias.

Fyrirmyndir & forskrift
Ég aðhyllist hugmyndir Gerry McGovern um vinsælustu vefverkefnin (e. Top Task) og hef setið námskeið hjá honum þegar hann kom hingað til lands 2009. Jakob Nielsen leggur aðaláherslu á notendavænt viðmót (e. Usability 101) og þegar ég las Don’t make me think eftir Steven Krug þá var það opinberun. Þá má ekki gleyma Paul Boag hjá Boagworld.com.
Þá verð ég að geta Shari Thurow, ég hef lesið bókina sem hún gaf mér upp til agna og les pistlana hennar reglulega. Þar kemurðu aldrei að tómum kofanum.
Fram til þessa
Þegar ég hóf háskólanám í Viðskiptafræði og Ferðaþjónustu við Háskólann á Akureyri 1997 hafði ég aldrei farið á internetið, öll heimildaöflun á stúdentsárunum fór fram á bókasafni Framhaldsskólans á Laugum. Ég man þegar ég heyrði fyrst um Google, hjá gestafyrirlesara að sunnan, fram að því var Alta Vista aðal leitarvélin.
Ég kunni á stærðir og skráarsnið á myndum af því ég hafði verið að brasa við myndvinnslu í Photoshop hjá pabba og hjá Dax ehf (forvera N4) og fékk því það verkefni að vinna við vefinn Akureyri.com (sem fór á hausinn með glæsibrag). Ég skrifaði texta þegar Friðrik Ómar bjó til fyrsta vefinn sinn, en við unnum saman á FM Akureyri 93,9. – Jebb, ég var líka einu sinni útvarpsplötusnúður.
Árin á Húsavík, 2003-2005, rak ég vef fyrir Tún, tómstunda- og menningarhús ungs fólks og lagði grunninn að því sem er í dag Visit Húsavík þegar ég starfaði fyrir Markaðsráð og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga.
Það kom að því að ég fór suður, 2005, starfaði í 9 ár sem vefstjóri hjá Póstinum. Þar hef ég unnið að innri vef, vef merkilega klúbbsins, tnt.is, stamps.is og postur.is en hann hefur tvisvar verið tekinn í gegn á þessum tíma.
Starf vefstjórans er ekki eins manns starf, auk samstarfsfólks hjá Póstinum í gegnum árin og tveimur auglýsingastofum (Íslenska og Hvíta húsið), hef ég unnið í samstarfi við TMSoftware og Kosmos og Kaos auk Gagarín og með Hlynur/grafísk hönnun. Þá hef ég unnið með starfsfólki í vefráðgjöf frá Sjá og Funksjón.
Eftir að ég fór af stað með webdew, hef ég unnið fjölbreytt verkefni í markaðssetningu á netinu fyrir viðskiptavini mína. Í samstarfi við Auglýsingastofuna Árnasyni hef ég einnig unnið fyrir nokkra viðskiptavini og þar hefur Tjarnargatan framleitt myndbönd til efnismarkaðssetningar.
Frá 2020 hef ég einnig starfað sem vefráðgjafi hjá Pipar\TBWA sem er auglýsingastofa og The Engine Nordics sem er leiðandi stafræn markaðsstofa í Evrópu. Þar eru samstarfsaðilar mínir strákarnir í Reykjavík Digital.
Frá 2022 hef ég einnig tekið að mér verkefni hjá Hoobla, sem er samfélag sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Verkefni þar hafa m.a. verið fyrir Hrafnistu, Hæfnisetur Ferðaþjónustunnar og GynaMEDICA.
Vefveröld mín
Vertu velkominn, hér eru nokkrir af þeim samfélagsmiðlum sem ég er þátttakandi á, ýmist ég sjálf eða fyrirtækin mín.
- about.me/dewice
- linkedin.com/dewice
- linkedin.com/webdew
- facebook.com/webdew
- pintrest.com/dewice/webdew
- twitter.com/dewice
- instagram.com/dewiceland
- youtube.com/dewiceland
Hvað get ég gert fyrir þig?
Ég vona að þú finnir þjónustu við þitt hæfi, endilega skoðaðu fyrri verkefni og svo er ég alltaf til í skraf og ráðgerðir.
Hafðu samband, í síma 690 1205 eða sendu tölvupóst á dew@webdew.is