webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Edit Template

Leitarvélabestun - SEO

Leitarvélabestun

Leitarvélabestun e. Search Engine Optimisation er skammstafað SEO. Í leitarvélabestun felst margþætt vinna, það sem gerir það að verkum að vefurinn þinn verður eftstur í leitarniðurstöðum þegar ákveðið orð, orðasamband, vara eða þjónusta er slegin inn í leitarvél.

Það að vera efst í leitarniðurstöðum skiptir miklu máli í harðri samkeppni um viðskiptavini. Því er öllum tíma vel varið sem lagður er í vandaða vinnu við leitarvélabestun. Skilgreiningu leitarorða er hægt að samnýta með leitarorðaherferðum ef þú vilt nýta þér kosti þeirra jafnframt því að vinna að leitarvélabestun. Munurinn er sá að í leitarorðaherferð ertu að kaupa birtingu á þinni auglýsingu með leitarorðinu, leitarvélabestun gerir það að verkun að þín vefsíða um viðkomandi efni er talin best og kemur þar af leiðandi efst í leitarniðurstöðurnar.

Innri og ytri leitarvélabestun

Í grófum dráttum má skipta leitarvélabestun í tvo hluta, innri leitarvélabestun sem snýr að því hvernig þú byggir upp vefinn þinn og ytri leitarvélabestun sem snýr að því hvað þú gerir á öðrum vefum og hvernig þeir tengjast þínum vef.

Innri leitarvélabestun lýtur að efni og innihaldi síðunnar þinnar, tæknilega hvernig html kóða hún skilar og hvernig leitarvélar lesa hana. Skipuleg uppbygging texta með fyrirsögn og millifyrirsögnum er bæði mikilvæg fyrir lesendur og leitarvélar. Lykilorð eru mikilvæg, en þéttni þeirra þarf að vera mátuleg. Þá þurfa innri tenglar vefsins að vera réttir.

Ytri leitarvélabestun snýr að því hvernig aðrir vefir tengjast vefnum þínum, ekki bara í gegnum gott tenglanet sem er vissulega stór partur. Samfélagsmiðlar og fríar skráningar vefja á leitarvélar eru mjög oft vannýtt tækifæri við ytri leitarvélabestun.

Leitarvélabestun er eitt af vefverkefnunum sem aldrei lýkur, sífelld þörf er á rýni og endurskoðun og svo breytast leikreglurnar. Searchengineland.com hefur sett saman leiðarvísi um leitarvélabestun sem er gott að líta yfir áður en lagt er af stað í ferðalagið.

Hvernig virkar leitarvélabestun?

Leitarvélabestun SEO skýringarmynd

Við tökum stöðuna, hvar vefurinn þinn er staddur og setjum niður áætlun um hvert við viljum fara. Við förum yfir efnið, hvað er til og hvað er hægt að nota og hvað þarf að búa til af nýju efni og hvernig því verður viðhaldið og grisjað þegar fram líða stundir.

Hvað gerir þú svo?

Þú sinnir þínum rekstri, af þinni ástríðu og ég tek um stjórnartaumana á vefnum þínum. Við aðlögum okkur að þínum þörfum og getu, bæði fjárhagslega og tæknilega.

Hvað kostar leitarvélabestun?

Leitarvélabestun kostar fyrst og fremst tíma og tími er peningar. Grunnverð fyrir staka klst 19.900 + vsk, en við gerum þér tilboð og metum hvað þarf að gera fyrir þinn vef og við veitum góða afslætti þegar tímarnir fara að safnast saman. Það getur borgað sig að vera í fastri áskrift, þá gerum við samning til a.m.k. þriggja mánaða og endurskoðum hann svo miðað við þarfir og árangur.

Hafðu samband

Hvaða samskiptaleið hentar þér? Settu þig í samband við mig. 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

© 2023 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Leitið og þér munið finna