webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Edit Template

Þjónustan

Persónuleg þjónusta & sérhæfð vefráðgjöf

Fyrst þú ert kominn hingað, þá ertu að leita ráða, leita leiða til þess að gera betur í þínum vefviðskiptum og markaðssetningu á internetinu. Þjónustan sem ég veiti snýst fyrst og fremst um vefinn þinn, heimasíðuna og um stefnumótun hvernig þú nýtir þessi verkfæri internetsins, vefinn og samfélagsmiðla, til þess að viðhalda árangursríku sambandi við viðskiptavini þína.  Já, Internetið er nefnilega ekki bara bóla. Hafðu samband og vittu hvort við eigum samleið, en fyrst viltu kannski vita aðeins meira?

Skoðaðu verkefnin sem ég hef unnið og á blogginu geturðu lesið um hvað er að frétta hjá mér.

Þjónusta webdew

Webdew er vefstofa sem veitir sérhæfða, persónulega vefráðgjöf og þjónustu við:

Stafræn markaðssetning

Stafræn markaðssetning hefur fest sig í sessi og á undanförnum misserum hefur hreinlega orðið sprenging. Allir og amma þeirra eru að velta því fyrir sér hvernig þeir geta nýtt vefinn, internetið og samfélagsmiðla til þess að hasla sér völl með nýjar viðskiptahugmyndir eða átt betri samskipti við núverandi viðskiptavini. Sem betur fer er farið að líta á stafræna markaðssetningu sem fjárfestingu í stað þess að horfa á hana sem kostnaðarlið.

Með stafrænni markaðssetningu er átt við framsetningu á vörum og þjónustu á miðlum internetsins, en samnefnarinn í öllum aðgerðum er að byggja á gögnum þær ákvarðanir sem teknar eru. Gögnin eru mælingar og greiningar, sá árangur sem hægt er að ná í umferð, flettingum, birtingum og ekki síst sölu þegar um er að ræða vörur í vefverslunum. Með því að rýna í gögnin er hægt að móta stefnu og bregðast við og gera breytingar sem skila þér betri árangri og spara peninga, hvort sem um er að ræða fjárfestingu í tækni eða ráðstöfun auglýsingafjármagns.

Mótun vefstefnu áður en lagt er af stað í vegferð internetsins er mikilvæg, en það er ekki síður mikilvægt að staldra við með reglulegu millibili og taka stöðuna. Vertu búin/n að setja niður vörður á leiðinni og líttu svo reglulega upp til þess að fara yfir farinn veg, ekki síst til að vita hvort þú þurfir að leiðrétta stefnuna áður en lengra er haldið.

Allir þurfa að sníða sér stakk eftir vexti. Þess vegna getur verið ágætt að setja leiðina niður í áfanga, nokkur skref sem koma þér á endanum á sama stað og ef þú tækir eitt stórt stökk. Hvað er það sem þú hefur getu til að ráðstafa í verkefnið? Kannski hefurðu tíma, kannski hefurðu peninga, en svo er líka ekkert að því að fá ráðgjöf sérfræðinga og aðstoð við að hrinda hlutunum í framkvæmd og láta þá verða að veruleika. Við finnum út úr því hvað það er sem hentar þér og þínum rekstri.

Vefveröldin

Vefveröldin er margbrotin

Að skapa heildstæða ímynd, þvert á miðla og flytja sömu skilaboðin er krefjandi verkefni að fást við. Heildarmyndin getur verið önnur en hér, en það er mikilvægt að hafa yfirsýn yfir vefmálin og markaðssetningu á netinu.  Við finnum í sameiningu hvar snertifletir eru við viðskiptavini í vefveröldinni og hvar tækifærin til þess að eiga samtal við þá liggja.

Föst áskrift þjónustuleiða

Árangur í lífinu og markaðssetningu á internetinu næst ekki á einni nóttu, ekki með einum smelli. Það þarf að fylgjast með örri þróun og aðlagast breytingum. Þess vegna býð ég viðskiptavinum mínum upp á fasta áskrift að þeim þjónustuleiðum sem ég býð.

Föst áskrift er að lágmarki til þriggja mánaða í senn, 90 daga, og með henni býðst meiri sveigjanleiki. Með fastri áskrift þarftu ekki að velja einhverja eina þjónustu, heldur getum við blandað saman aðferðunum og mætt þínum vefþörfum, sem jafnvel breytast innan tímabilsins.

Viðskiptavinir í fastri áskrift njóta betri kjara, veittur er afsláttur þegar tímarnir fara að safnast saman.

Velkomin í viðskipti

Hafðu samband vefleiðis, í síma 690 1205 eða sendu tölvupóst á dew@webdew.is  og vertu velkomin í viðskipti, ég er handviss um að það er byrjunin á einhverju fallegu.

Hafðu samband

Hvaða samskiptaleið hentar þér? Settu þig í samband við mig. 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

© 2023 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Leitið og þér munið finna