Tölvupóstsendingar (e. Email Marketing), markaðssetning með tölvupósti, markaðsherferð með tölvupósti eða rafrænn markpóstur eru allt hugtök sem ná yfir sama fyrirbærið.
Markaðsherferð með tölvupósti er ódýr og góð leið til þess að tala beint við viðskiptavini þína, segja þeim nýjar fréttir, benda þeim á tilboð og sérkjör eða skráningu á næsta námskeið.
Hvernig virkar þetta?
Til þess að markaðsherferð með tölvupósti sé árangursrík eru nokkur lykilatriði sem þarf að hafa í huga:
- Skráning á póstlista
- Samantekt fyrirliggjandi netfanga
- Val á póstsendikerfi
- Hönnun og útlit
- Textaskrif og skilaboð
- Útsending
- Eftirfylgni
- Mat á árangri
Miðað við þín markmið, markhóp og fjárhagsáætlun þá búum við til markaðsherferð og hrindum henni svo í framkvæmd. Hafðu samband, sendu tölvupóst á dew@webdew.is eða hringdu í síma 690 1205.
Hvað kostar markaðsherferð með tölvupósti?
Markaðsherferð á með tölvupósti, ef um er að ræða fyrirliggjandi gögn kostar 25.000 krónur og við það bætist virðisaukaskattur. Ef þú vilt fá mig til að sjá alveg um þetta fyrir þig, þá gerum við tilboð í það, miðað við þína áætlun. Einnig er boðið upp á fasta áskrift, þá til lengri tíma.