
End of Content.
Eins og íslensk náttúra tekur náttúra internetsins sífelldum breytingum.
Fólk og fyrirtæki markaðssetja sig með hefðbundum og stafrænum miðlum og samfélagsmiðlar fá sífellt meira vægi.
Dögg hjá webdew breytir heiminum, einn vef í einu. Webdew mótar með þér stefnu fyrir vefinn og finnur leiðina sem þér hentar að fara. Það kemur beygja handan við hornið, vefurinn er vegferð sem tekur ekki enda.
Fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu, eins og Crisscross ehf, skiptir leitarvélabestun miklu máli. Við fengum Dögg til að fara reglulega yfir stöðuna hjá okkur og greina hvað virkar og hvað sé hægt að bæta.
Við erum mjög ánægð að hafa sjálf innsýn í hvernig við erum að standa okkur og jafnframt fá ráðleggingar á mannamáli hvernig við best getum aukið sýnileika fyrirtækisins á vefnum og í gegnum samfélagsmiðla.
Samstarf okkar við Dögg hjá Webdew gekk vel þegar við vorum að byggja upp síðuna eldhúsgaldrar.is Þjónusta hennar var mjög fagleg og mikil þekking á útliti og hönnun.
Ég get tvímælalaust mælt með hennar þjónustu í vefmálum.
Verkvíkur vefurinn var orðinn gamall og úreltur svo við höfðum samband við Dögg hjá Webdew sem er alger fagmanneskja.
Ferlið fyrir okkur sem höfum ekkert vit á þessu gat ekki verið einfaldara, Dögg fór yfir með okkur hvernig vef við vildum og hvað við vildum fá útúr honum og sá hún svo alfarið um allt.
Dögg hjá webdew.is vann vefinn okkar frá A-Ö. Hún kom og tók ljósmyndir, kynntist þeirri starfsemi sem við höfum upp á að bjóða fyrir okkar viðskiptavini og setti það saman í vef. Vefstefna var skilgreind, hún skrifaði textann fyrir vefinn og setti upp skipulag fyrir samfélagsmiðla. Eftir það var einfaldara fyrir okkur að fá Dögg til að hafa vefumsjón með vefnum, í stað þess að við þurfum að setja okkur í stellingar í hvert sinn.
Við fengum Dögg hjá Webdew til að setja upp nýja worldpress heimasíðu fyrir Mýranaut. Hún var mjög fljót að færa allt efni yfir frá gömlu síðunni og færa það yfir á nýju síðuna. Hún hjálpaði til við að gera nýjan texta og laga eldri texta.
Við vorum mjög ánægð hvað allt gekk hratt og vel fyrir sig og hún liðleg varðandi allar ábendingar og athugasemdir.
Við fengum Dögg hjá Webdew til að setja upp nýja worldpress heimasíðu fyrir Mýranaut. Hún var mjög fljót að færa allt efni yfir frá gömlu síðunni og færa það yfir á nýju síðuna. Hún hjálpaði til við að gera nýjan texta og laga eldri texta.
Við vorum mjög ánægð hvað allt gekk hratt og vel fyrir sig og hún liðleg varðandi allar ábendingar og athugasemdir.
– Úr Hávamálum
Hvaða samskiptaleið hentar þér? Settu þig í samband við mig.
Leitið og þér munið finna
End of Content.