Skip to content
webdew
  • Verkefnin
    • Andrými.is
    • Culina.is
    • Eldgos á Reykjanesi – Exclusive Travel
    • Eldhúsgaldrar
    • Fugl ársins
    • Fluidfilm.is
    • Gleraugnabúðin Mjódd
    • Grimma bókhaldsþjónusta
    • Húsamálarinn.is
    • Kjötsmiðjan 30 ára
    • Lestur.is
    • Skyndiprent.is
    • Eldri verkefni
      • Bókhaldsþjónustan Núll
      • #Fordómalaus
      • #Gott að lesa
      • Hugarfrelsi.is
      • Hús sjávarklasans
      • Íslenski sjávarklasinn
      • Lestrarsetur
      • Lóðasláttur
      • Matstofan leitarvélabestun
      • Matstofan
      • Offroad Iceland.is
      • Reisum.is
      • #RomanticReykjanes
      • Unique.is
      • Verklagnir.is
  • Þjónustan
    • Leitarvélabestun
    • Leitarorðaherferðir
    • Markaðsherferð með tölvupósti
    • Markaðssetning á netinu
    • Samfélagsmiðlar
    • Vefsíðugerð
    • Vefstefna
    • Vefstjóri til leigu
    • Þjónustuskoðun vefs
  • Um webdew
    • Bloggið
  • Hafa samband

Heim | Bloggið

Bloggið

LinkedIn samfélagsmiðill fyrir fagfólk Samfélagsmiðlar

Er LinkedIn prófíllinn í lagi?

  • 17. mars 2023
  • by Dögg Matthíasdóttir

LinkedIn er samfélagsmiðill fyrir fagfóllk þar sem starfsferillinn þinn er í forgrunni. Vettvangur þar sem þú getur átt samskipti við aðra í sömu grein og verið virkur þátttakandi í tengslanetinu þínu.

Uppfærðu upplýsingarnar

Notaðu fullt nafn, þá er hægt að finna þig með leitarvélinni.

Mynd, vertu með nýlega mynd af þér sem prófílmynd, sem gerir það að verkum að fólk sem þekkir þig er ekki í neinum vafa um að þú ert þú. Þú getur frekar valið einhverja skemmtilega mynd í hausinn (e. Cover Photo).

Samskiptaupplýsingar (e. Contact Info), vertu viss um að þessar upplýsingar séu réttar, til þess að fólk geti haft samband við þig. Gömul símanúmer og gömul netföng gera ekkert gagn.

Tengslanetið

Enginn gerir neitt einn. Vertu í tengslum við annað fólk og virkjaðu tengslanetið þitt. Það eru allir með eitthvað tengslanet, samstarfsfólk gegnum tíðina, skólafélagar, vinir og ættingjar eru allt mikilvægir hlekkir í tengslanetinu þínu. Það þarf samt að vinna í því og halda því uppfærðu og útvíkkuðu.

Á LinkedIn er líka hægt að ganga í hópa um málefni sem eru þér hugleikin, þannig er hægt að fylgjast með breytingum, nýjungum og umræðum.

Vertu í sambandi

Þér er velkomið að tengjast mér á LinkedIn, tengilinn minn er linkedin.com/in/dewice/ 

Gangi þér vel.

Vefsíðugerð - skýringarmynd ©webdew.is Stafræn Markaðssetning

Vefsíðugerð

  • 16. febrúar 202316. febrúar 2023
  • by Dögg Matthíasdóttir

Vefsíðugerð eru búin að vera mínar ær og kýr í nærri því aldarfjórðung, internetið var ungt þegar ég byrjaði að sýsla með vefi.

Efnisyfirlit

  • Vefsíðugerð
  • Heimasíðugerð
  • Vefsíðugerð í WordPress
    • Af hverju er WordPress svona vinsælt?
  • Vantar þig nýja heimasíðu?
  • Vefsíðugerð verð

Vefsíðugerð

Vefsíðugerð er skemmtilegur vettvangur að starfa við. Að geta liðsinnt viðskiptavinum, fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum við að koma sér á framfæri á internetinu með stafrænni markaðssetningu með vefsíðugerð er oft á tíðum krefjandi verkefni, en alltaf skemmtilegt.

Væntingastjórnun viðskiptavina er stór partur af vefsíðugerð, þ.e. Að stilla væntingar viðskiptavina til vefsins að því hlutverki sem vefurinn á að þjóna. Fyrstu spurningarnar sem ég spyr viðskiptavini mína snúast um það hvers konar vef vörur þeirra eða þjónusta þarf á að halda. Þarftu upplýsingavef? Þarftu söluvef eða vefverslun? Eða eru þarfirnar einhverjar allt aðrar.

Það er mikilvægt að velta fyrir sér helstu verkefnum vefsins, þ.e. Hvað viltu að notendur vefsins geti gert á honum. Ertu að fara að setja upp vefverslun þar sem viðskiptavinir eiga að geta afgreitt sig sjálfir og sett vörur í körfu og gengið frá greiðslu? Eða ertu að gera vefsíðu sem veitir helstu upplýsingar um þjónustu eða starfsemi þar sem þú vilt einna helst að tilvonandi viðskiptavinir geti aflað sér upplýsinga áður en þeir hafa samband, til dæmis til þess að fá tilboð?

Vefstefnumótun að lokinni þarfagreiningu er þannig lykilþáttur í vefsíðugerð, áður en hafist er handa við að skipuleggja upplýsingaarkitektúr og skrifa efni fyrir vefinn. Auk þess að sinna efnisskrifum þarf að vera skýr mynd af því hvaða efni er til eins og myndir. Margir eiga myndefni sem hentar að nota, annað myndefni þarf að búa til, sérstaklega fyrir vefinn. Ef það hentar, þá get ég líka brugðið mér í hlutverk ljósmyndara en ég hef líka komið viðskiptavinum mínum í samband við ljósmyndara og sent þá í myndatöku til þess að búa til ljósmyndir sem hægt er að nota á vefnum við stafræna markaðssetningu.

Litir og leturgerðir er líka gott að séu fyrirliggjandi upplýsingar, til þess að vörumerkið haldi ásýnd og ímynd á vefnum í takt við það sem er á öðrum miðlum t.d. Prenti. Ef þú ert ekki kominn svo langt með vörumerkið þitt, þá get ég verið þér innan handar með það.

Heimasíðugerð

Heimasíðugerð vil ég meina að sé hluti af vefsíðugerð, þar sem heimasíðugerð tekur aðeins til einnar vefsíðu, heimasíðunnar. Heimasíða eða forsíða hvers vefs er oft fyrsti snertiflötur viðskiptavinarins, ef hann kemur beint inn á lénið þitt. Heimasíðan er foreldri, andlitið í forsvari og á henni þarf að vera heildarmynd, yfirlit yfir starfsemina, vörur og þjónustu sem þú ert að bjóða uppá á vefnum. Það má hugsa um heimasíðuna sem útstillingarglugga, ef þú værir með verslun á fjölfarininni götu þar sem viðskiptavinir fara framhjá, þarftu að leggja metnað í það hverju þú stillir upp í glugganum til þess að reyna að laða viðskiptavini að þinni verslun umfram aðrar.

Heimasíðan á vefnum er þess vegna oftast síðasta vefsíðan sem ég set saman þegar ég er í vefsíðugerð. Með því að vinna heimasíðuna eftir að efni er komið á allar aðrar vefsíðu má fá yfirsýn og búa til innri tengla yfir á aðrar vefsíður vefsins.

Þannig er algengt að hafa auglýsingapláss á heimasíðunni, kafla eða svæði þar sem ég geri ráð fyrir að þú skiptir um áherslur og markmið til dæmis eftir árstíðum eða þeim markaðsherferðum sem eru í gangi hverju sinni.

Vefsíðugerð í WordPress

Frá árinu 2014 er algengast að ég hef unnið vefsíðugerð í WordPress vefumsjónarkerfinu, enda er WordPress með ráðandi markaðshlutdeild af þeim vefjum sem nýta sér vefumsjónarkerfi. Hlutföllin eru rúm 60% þeirra vefja sem nota vefumsjónarkerfi velja WordPress vefumsjónarkerfið og það eru rúm 40% allra vefja.

Af hverju er WordPress svona vinsælt?

WordPress vefumsjónarkerfið
WordPress vefumsjónarkerfið

WordPress nýtur þessara vinsælda að mínu mati fyrst og fremst vegna þess að það er einfalt og ódýrt. Í grunnin er það svo einfalt að ég stend í þeirri trú að allir geti lært að nota það, til þess að taka við rekstri á sínum vef eftir að hafa hlotið einhverja handleiðslu í notkun WordPress. WordPress er ódýrt, grunnkerfið kostar ekki neitt, þú borgar ekkert árgjald, ekkert mánaðargjald.

Hins vegar eru viðskiptamódelin þannig að þú getur borgað fyrir það sem þú vilt þegar kemur að WordPress. Ef frítt WordPress þema, sem stýrir útlitinu á vefnum, er ekki að duga þér, þá geturðu borgað fyrir þemu sem gera meira.

Það sama á við um viðbætur (e. Plugins), það er til urmull af viðbótum sem þú þarft ekki að borga fyrir. Svo ertu kannski með þarfir um virkni á vefnum, sem þú ert tilbúin/n til að borga fyrir og þá er úrval viðbóta í boði þar sem þú getur greitt fyrir þá virkni sem þú þarfnast. Þar er ýmist um að ræða stök kaup eða árgjöld, úrvalið þegar kemur að viðbótum er nærri því óendanlegt.

Þess vegna skiptir miklu máli að velja vel, bæði þegar kemur að þema og viðbótum. Því vil ég meina að mínum tíma sé vel varið í að velja þær viðbætur og þau þemu sem henta þér og þínum rekstri, langtímasjónarmið er alltaf gott sjónarhorn þegar kemur að vali á þema og viðbótum með virkni.

Vantar þig nýja heimasíðu?

Ertu að fara af stað með rekstur og viltu setja upp vef? Eða ertu nú þegar með vef í rekstri og þarf kannski bara að hressa uppá hann?

Vefsíðugerð og heimasíðugerð breytast hratt og hafa alla tíð gert. Hraðastar breytingar síðustu misseri snúa fyrst og fremst að því hvaða tæki notendur nota til að heimsækja vefinn þinn og með tilkomu snjallsíma er algengara að heimsóknum á vefi með farsíma hafi fjölgað.

Vefurinn þinn, heimasíðan þín þarf því að vera í stakk búin til þess að geta tekið á móti heimsóknum snjallsíma. Snjallvefur er því algjör nauðsyn nú til dags.

Hvert er hlutfall heimsókna á vefinn þinn gegnum snjallsíma? Þetta er grundvallarspurning sem allir eigendur vefja verða að geta svarað. Er hlutfallið jafnt, 50/50 snjallsímar og fartölvur?

Til þess að svara þessari spurningu er mikilvægt að byggja á fyrirliggjandi gögnum, best er að notast við Google Analytics greiningartólið. Miðað við þínar þarfir og viðskiptavina þinna, ráðumst við í vefsíðugerð sem mætir þínum viðskiptavinum.

Vefsíðugerð verð

Verð í vefsíðugerð, hvað kostar vefsíðugerð? Eða, hvað kostar að gera nýja heimasíðu? Hvað kostar að gera nýjan vef?

Eðlilega eru þetta oft fyrstu spurningarnar sem viðskiptavinir mínir spyrja.

Við þessum spurningum um verð á vef, er ekki einfalt svar. Þetta ræðst alltaf svolítið af umfangi. Hvað áttu, hvað þarf að búa til fyrir þig af vefefni, hvað hefur þú getur og kunnáttu til að gera á eigin spýtur og hvað þarftu að fá ráðgjöf og aðstoð með.

Til þess að svara þessu, er einfaldast að hafa samband.

Ég sel staka tíma í vefráðgjöf á 12.500 krónur auk virðisaukaskatts. Ég býð líka uppá að vera vefstjóri til leigu. En það kostar ekkert að hafa samband.

Ég geri tilboð í vefsíðugerð, miðað við það umfang sem um er að ræða, en til þess að geta gert þér tilboð þarft þú að stíga fyrsta skrefið, það kostar ekkert að hafa samband.

Stafrænn úrgangur Stafræn Markaðssetning

Stafrænn úrgangur

  • 6. janúar 2023
  • by Dögg Matthíasdóttir

Ert þú að safna rusli?

Stafrænn úrgangur er eitthvað sem við leiðum ekki hugann að, kannski fyrst og fremst vegna þess að við sjáum hann ekki. Staðreyndin er nú engu að síður sú að við þurfum að leiða hugann að honum ekki síður en úrgangi á heimilum okkar og vinnustöðum.

Stafrænu tækin okkar, snjallsímar og fartölvur eru full af stafrænu rusli. Það er heill heimur þarna úti, Internetið, sem er fullur af rusli. Þetta á einnig við um vefi, margir þeirra eru allt of stórir, þeir eru með of margar síður af upplýsingum sem við þurfum ekkert endilega á að halda, það má vel grisja vefefni og taka til í því. Myndir eru oft allt of stórar, taka tíma að hlaðast niður. Í allt þetta eyðum við allt of mikið af orku, raforku, sem er dýr, sama hvar í veröldinni þú ert.

Það er skylda að geyma bókhaldsgögn í 7 ár, en öll önnur skjöl falla ekki undir slíkar kvaðir yfirvalda. Hvað skyldu leynast gömul gögn á þínum tækjum?

Gerry McGovern og viðmælandi hans John Booth í nýjast hlaðvarpinu um stafræna sóun, vilja meina að 90% gagna sem við söfnum séu rusl.

Áhugavert umhugsunarefni, nú þegar jólin er liðin og nýja árið gengið í garð með fögrum fyrirheitum.

Google Auglýsingar

10 ár af Think with Google

  • 27. október 2022
  • by Dögg Matthíasdóttir

Think with Google fer í þessari grein yfir síðasta áratug og þær stórkostlegu breytingar sem orðið hafa á þeim tíma.

Hvar og hverning

2012 horfðum við meira á sjónvarp en á myndbönd á netinu.

2014 fylgjumst við með á fleiri en einum skjá í einu.

2015 skrifum við til minnis ekki á blað heldur notum símann.

2017 árangurinn er fólginn í hraða þegar vegfur er skoðaður með snjallsíma

2018 hvetja myndböndin okkur til að gera hluti

2020 lærðu allir eitthvað nýtt þegar heimurinn var lokaður

2021 héldum við áfram að leika á netinu og halda partý milli heimsálfa

2022 hvað svo?



10 ár af Think with Google


 

USA 2022 Torfæra í Bikini Bottoms, Dyersburg TN USA Undarlegt ferðalag

USA 2022 Torfæra in Bikini Bottoms, Dyersburg TN

  • 15. október 202215. október 2022
  • by Dögg Matthíasdóttir

Torfæra.

Ekki bara á Akureyri, heldur líka í Ameríku.

Skoða myndir

 

 

USA 2022 Torfæra í Bikini Bottoms, Dyersburg TN USA
USA 2022 Torfæra í Bikini Bottoms, Dyersburg TN USA

GoogleAds Google Auglýsingar

Hvernig sér Google mig?

  • 2. október 202215. október 2022
  • by Dögg Matthíasdóttir

Google Ads eða Google Auglýsingar á íslensku eitt af verkfærunum úr smiðju Google sem er frábært að nýta sér við stafræna markaðssetningu.

Stafræn markaðssetning byggir á gögnum og upplýsingum, með verkfærunum færðu að taka ákvarðanir um hverjir eru í markhópnum. Markhópurinn getur verið hefðbundinn með lýðfræðibreytum eins og aldur eða kyni. Frábært að nota ef þú ert með vörur eða þjónustu sem eiga bara erindi til karla undir þrítugu eða kvenna á breytingaskeiði.

Með því að nota verkfæri eins og Google Ads, færðu tækifæri til að gera meira en horfa á markhópinn þinn eftir aldri og kyni. Tekjur heimilis er breyta, sem er þó ekki í boði á öllum markaðssvæðum og sömuleiðis hvort um foreldra eða barnlaust fólk er að ræða.

Aðrar áhugaverðar breytur eru áhugasvið og kauphegðun. Í Google Auglýsingaverkfærinu kallast þetta Markhópar (Audience Segments) og áhugasvið (Affinity) og kauphegðun (In market).

Hvernig sér Google þig? Það er einfalt að skoða þessar stillingar á Google auglýsingastillingum. Smelltu á hlekkinn og sjáðu hvernig Google sér þig.

Google auglýsingastillingar

Viltu opna vefverslun? vefverslun

Viltu opna vefverslun?

  • 1. júlí 20201. júlí 2020
  • by Dögg Matthíasdóttir

Hefur þú áhuga á að opna vefverslun? Eða viltu bjóða núverandi vörur og þjónustu líka til sölu á vefnum? Netverslun er í miklum vexti þessi misserin og ef þú ert ekki með vefverslun fyrir þína viðskiptavini, þá ertu að glata tækifærum hægri vinstri.

Bestu og einföldustu leiðirnar í dag til þess að opna vefverslun er að nota WordPress og viðbótina Woocommerce sem er netverslunin sjálf. Uppsetningin og vöruframboðið ráðast svo af því sem þú ert með í boði. Við netverslunina eru svo tengdar viðbætur sem bjóða uppá mismunandi greiðslumöguleika og nýjasta viðbótin á Íslandi er  wordpress viðbót frá Póstinum til afhendingar um land allt.

Dögg hjá webdew.is býr yfir mikilli þekkingu og reynslu við uppsetningu og því að starfrækja vefverslun. Þegar pöntunin er komin í hús gegnum vefverslunina, þá fyrst byrjar ferlið hjá þér sem söluaðila, taka pöntunina til, pakka og afhenda til viðskiptavinarins. Það er gott að fá góð ráð frá þeim sem hafa staðið í þessu brasi um áratugaskeið.

Hafðu samband og fáðu tilboð í vefverslun miðað við þínar þarfir.

Samfélagsmiðlar ©webdew Samfélagsmiðlar

Samfélagsmiðlar og samtakamáttur

  • 14. febrúar 2018
  • by Dögg Matthíasdóttir

Í starfi mínu sem vefráðgjafi koma alls konar verkefni inn á mitt borð. Eitt af þeim er markaðssetning á samfélagsmiðlum, sem er frábært þegar maður starfar fyrir félagasamtök eða áhugamannahópa sem ekki hafa mikla fjármuni til ráðstöfunar þegar kemur að markaðssetningu. Ef einhverjir aurar eru til, þá skiptir miklu máli að reyna að nýta þá sem best.

Misjafnt er hvaða skilning viðskiptavinirnir leggja í markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Til að byrja með þarf að móta stefnu. Stefnu um:

  • hvaða samfélagsmiðla á að nota?
  • hvaða markmið er með markaðssetningunni?
  • efni, hverju á að deila?
  • ábyrgð, hver á að sjá um það?
  • eftirfylgni, hvaða árangri erum við að ná?
  • stefnubreyting, hvað virkar og hvað ekki?

Samtakamáttur: máttur sem fólginn er í sameiginlegri baráttu eða átaki, er skilgreining orðabókar á hugtakinu.

Á samfélagsmiðlunum virka hlutirnir nefnilega í báðar áttir, efnið sem þú póstar er alls ekki allt sem skiptir máli. Þú átt vini eða fylgjendur, taktu þátt í umræðunni, skrifaðu athugasemdir við færslur hjá öðrum og láttu þér líka við það sem aðrir hafa fram að færa. Deildu efni frá öðrum, frá birgjum, samstarfsaðilum, viðskiptavinum, vinum. Ef þú rekst á áhugavert efni, fáðu leyfi til að deila því.

Markmiðið getur verið að vera fræðandi, skemmtilegt, eða ertu að gagnrýna og sýna öðrum eins og opinberum aðilum aðhald? Það getur ráðist af markmiðinu hvaða leiðir þú ferð, ertu að vinna með síðu eða hóp eða hvort tveggja? Eða ertu að kaupa auglýsingar, þá er nú eins gott að hafa markmiðin á hreinu. Ef þú vilt kaupa auglýsingu á samfélagsmiðlum, selja vörur á netinu, þá viltu vera með vef, vefverslun og greiðslugátt til þess að eiga þess kost að geta selt tilvonandi viðskiptavinum vörurnar eða þjónustuna.

Efnið getur verið margvíslegt, myndir, myndbönd, texti og tenglar. Vertu bara viss um að það sé í góðum gæðum, myndirnar í réttum stærðum og upplausn. Vandaðu textaskrifin, komdu í veg fyrir innsláttarvillur með því skrifa textann þar sem þú ert með innbyggðan yfirlestur, póstaðu svo. Grunnupplýsingar falla ekki úr gildi: Hver, hvað, hvenær, hvar, hvernig, hvers vegna og hvað svo?

Ábyrgðin þarf að vera skýr, hverjir framkvæma, hverjir svara þeim spurningum sem vakna. Sjálfvirk svör eru meðal þess sem í boði er á Facebook. Nýttu möguleikana.

Ekki byrja á öfugum enda, vertu með þitt á hreinu og þín markmið, gæðaefni, fallegar myndir, réttar vörulýsingar, ferli vefviðskiptanna uppsett og prófað á öllum snjalltækjum. Þegar þú hefur nýtt þínar bjargir (tíma og peninga) sem best í það, þá skaltu fara að huga að markaðssetningu á samfélagsmiðlum.

Þá máttu deila.

googleanalytics Vefur vikunnar

Topp tíu: Hvað veistu um vefinn þinn?

  • 17. janúar 201817. janúar 2018
  • by Dögg Matthíasdóttir

Um áramót verða tímamót og þá er gott að staldra við til þess að líta yfir farinn vef og huga að því hvert stefnan skal tekin í framtíðinni. Fyrir vefi mæli ég með því að nota tækifæri og skoða tölfræðina um umferð og efni hvers vefs.

Greiningartólið Google Analytics set ég upp og mæli með að allir viðskiptavinir mínir noti. Fyrir þá sem hafa alvöru áhuga á að nýta sér greiningartólið, mæli ég með því að setja Google Analytics appið upp í farsímanum þínum og þá ertu alltaf með yfirsýn yfir það helsta.

Topp tíu

Google Analytics getur svarað spurningum eins og:

  1. Hve margir notendur komu i heimsókn á vefinn?
  2. Hvað eyddu notendur löngum tíma á vefnum?
  3. Á hvaða tíma dags komu notendur í heimsókn á vefinn?
  4. Hve margar voru síðuflettingar á vefnum?
  5. Hvert var hlutfall snjalltækja, farsíma og spjaldtalva á móti hefðbundunum tölvum?
  6. Hvaðan komu notendurir; beint inn á vefinn eða gegnum leitarvélar eða samfélagsmiðla?
  7. Hvaðan úr heiminum komu heimsóknir inn á vefinn?
  8. Hvaða efni vefsins var eftirsóknarverðast?
  9. Hvaða leitarorð voru slegin inn í leitarvél vefsins?
  10. Hvaða tekjur voru af vefverslun, ef um vefverslun er að ræða?

Það að staldra við og rýna aðeins í tölfræðina á vefnum getur sagt þér ýmislegt um viðskiptavini þína og hjálpað þér að veita þeim þar með betri þjónustu. Ertu að ná til þeirra viðskiptavina sem þú vilt? Eru viðskiptavinir þínir að finna það efni sem þeir leita að á vefnum þínum? Eru helstu verkefni vefsins skilgreind og standast þau eða þarfnast þau endurskoðunar?

Viltu aðstoð?

Með greiningarvinnu geturðu líka tekið betri stefnu fram í framtíðina, þarf e.t.v. að bæta við efni á fleiri tungumálum? Þarftu að huga að leitarvélabestun á núverandi efnissíðum, þarf að rýna þær og endurskoða? Þarftu að móta, í ljósi nýrra upplýsinga betri vefstefnu?

Ég mæli með því að þú takir stöðuna á vefnum þínum, þó ekki sé nema einu sinni á ári, alveg eins og að fara með bílinn þinn í skoðun.

Ef þú vilt einhverja aðstoð, þá er velkomið að hafa samband, dew@webdew.is eða í síma 690 1205

adwords industry benchmarks average conversion rate Vefur vikunnar

Google Adwords árangur

  • 19. október 201619. október 2016
  • by Dögg Matthíasdóttir

Í haust er árangur auglýsinga í Google Adwords búinn að vera mér hugleikinn. Allur undirbúningur við auglýsingar á leitarvélum skiptir máli, ákveða leitarorðin sem þú vilt að auglýsingin þín finnist eftir, skrifa auglýsinguna með leitarorðin í huga og skipuleggja fjárhagsáætlun, hvað ertu tilbúin/nn til að borga fyrir auglýsingarnar. Svo þarf að hafa í huga að þú náir til markhópsins sem þú óskar, með stillingum á staðsetningu og tungumálum. Allt klárt og auglýsingaherferðin er sett í gang. En hvernig eru auglýsingarnar að standa sig?

Markmið auglýsingaherferða á leitarvélum geta verið mismunandi en algengast er að þú borgir þegar smellt er á auglýsinguna (e. PPC eða Pay Per Click). Viðbrögðin eru svo smellihlutfall (e. Clickthrough Rate), viðskiptahlutfall (e. Conversion Rate) og meðalkostnaður á hvern smell. Þannig fást upplýsingar um þann árangur sem við viljum ná.

Samanburður við aðra í sömu grein er líka mikilvægur mælikvarði, þú vilt ekki vera að borga meira en þú þarft í samkeppnisumhverfinu. Og að sjálfsögðu viltu að hlutföllin þín séu betri en samkeppnisaðilanna.

Áhugaverð grein er hér: Google AdWords average conversion rates by industry [study]

Ef við tökum ferðaþjónustu sem dæmi þá var meðal viðskiptahlutfall (e. Average Conversion Rate) 2,57% í leitarorðaherferðum en lækkar í 0,53% þegar Display Network auglýsingar eru skoðaðar.

Leiðarkerfi færslna

1 2 3 4

„Vits er þörf þeim er víða ratar“. - Úr Hávamálum

Hafa samband

Dögg Matthíasdóttir
Hrauntunga 14
200 Kópavogur

Kennitala: 121175-3399
Vsk númer: 123500

Sími: 6901205
Netfang: dew@webdew.is

  • LinkedIn
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram
  • YouTube
© 2023 webdew | Allur réttur áskilinn |
Theme by Colorlib Powered by WordPress
 

Loading Comments...