webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Edit Template

Gervigreind

Ég er búin að vera að fylgjast með og aðeins að prófa mig áfram með að nýta gervigreind í starfi mínu sem stafrænn markaðssérfræðingur. Mér finnst nefnilega mjög mikilvægt að fylgjast með nýjungum og vera alltaf að læra. 

Þetta er viðhorf, sennilega eitthvað sem mér er í blóð borið eða í það minnsta er þetta eitt af því sem ég hef fengið ríkulega í uppeldinu hjá foreldrunum, blessuð sé minning þeirra. Að eiga alltaf nýjustu græjurnar tengi ég mjög sterkt við pabba og láta þröskulda eins og enskukunnáttu stoppa sig. Mamma var meira í andlegu deildinni, án þess að þurfa græjur eða veraldlega hluti.

Kennarar og nám

Í gegnum tíðina er ég búin að sitja ófá námskeið eða vinnustofur um hitt og þetta til þess að afla mér meiri þekkingar á stafrænni markaðssetningu. Það er mikið sem hægt er að læra í sjálfsnámi, með myndböndum og með lestri greina, úrvalið af því kennsluefni sem er aðgengilegt á internetinu er óþrjótandi. 

Eitthvað sem háskólanema fyrir 25 árum hefði ekki getað órað fyrir. Í háskólanáminu sátum við samnemendurnir sveitt á síðustu metrunum fyrir verkefnaskil, með floppy diska að vista gögnin okkar, töflurnar á þessum og ritgerðin á þessum og hvaða kafla varst þú með? Samvinnuskjöl eða deilskjöl voru kannski fjarlægur draumur, en í dag nota ég nánast ekkert annað í minni vinnu, já hvort sem er í leik eða starfi. 

Vinnustofa í gervigreind

Því var það ekki spurning fyrir mig að smella mér á vinnustofu í gervigreind þegar mér bauðst það tækifæri. Meet up in Reykjavík stóð fyrir vinnustofunni, þeirri fyrstu á ensku sem þau hafa staðið fyrir, hinar hafa verið á rússnesku enda konurnar í forsvari ættaðar þaðan. 

Veronika Guls, sem ég kynntist við störf mín fyrir Pipar/TBWA var aðalfyrirlesarinn. Auk þess er bara ekkert sem jafnast á við það að læra í hópi kvenna, í fundaherbergi, með kaffi og sætabrauði og deila hugmyndum í rýminu. Fólk og nærvera, nærir andann. 

Að nýta gervigreind

Og hvað svo? Eftir að hafa setið vinnustofu eða námskeið, hvað svo? Nú, þá fer maður heim eða í vinnuna með verkfærin og beitir þeim. Notkun er æfing og maður verður ekki góður nema með því að leggja vinnu við æfingarnar á sig. Þar á það sama við um gervigreind eins og með flest allt annað í lífinu.   

Að spjalla við gervigreind

Grunnurinn eða lykillinn að því að hagnýta gervigreind, er að spyrja réttu spurninganna. Að skrifa fyrirspurnir (e. Prompt) er hægt að læra alveg út af fyrir sig. 

Nytsamlegir hlekkir fyrir gervigreind 

Gervigreind, hverju skilar hún?

Ég prófaði og hún skilaði: (Google Translate þýddi) 

Ert þú framsýnn markaðsmaður, bloggari eða sérfræðingur á samfélagsmiðlum sem vill gjörbylta efnisframleiðsluferlinu þínu? Framtíð efnissköpunar er hér og hún er knúin af gervigreind.

Ímyndaðu þér að opna heim ótakmarkaðrar sköpunar og skilvirkni í efnisstefnu þinni. Með gervigreind geturðu óaðfinnanlega búið til grípandi fyrirsagnir, lagt drög að sannfærandi bloggfærslum og jafnvel fínstillt herferðir þínar á samfélagsmiðlum – allt á broti af þeim tíma sem það myndi venjulega taka.

Sjáðu fyrir þér þetta: Þú, sem ert áreynslulaust á undan þróun, gengur betur en keppinautar og töfrar áhorfendur með efni sem hljómar á alveg nýjum vettvangi. Að tileinka sér gervigreind í efnisframleiðslu er ekki bara lúxus lengur; það er nauðsyn til að dafna í hröðu stafrænu landslagi nútímans.

Ekki missa af þessu tækifæri til að lyfta efnisleiknum þínum upp. Vertu með í AI-knúnu efnisbyltingunni okkar! Skráðu þig í sérhæfða þjálfunaráætlun okkar sem er sérsniðin fyrir markaðsfólk, bloggara og SMM-sérfræðinga og náðu tökum á listinni að nýta gervigreind til að búa til efni.

Tilbúinn til að taka efnisstefnu þína á næsta stig? Smelltu hér til að skrá þig og leggja af stað í ferð í átt að óviðjafnanlegum ágætum efni!

Hafðu samband

Ef þú hefur áhuga á að nýta þér gervigreind, þá er ég alltaf tilbúin til skrafs og ráðagerða.  Hafðu samband, hringdu í 690 1205, sendu línu dew@webdew.is og það er alltaf hægt að taka kaffibolla. 

P.s. Myndin með færslunni er einnig sköpuð af gervigreind. 

  • All Posts
  • Google Auglýsingar
  • Samfélagsmiðlar
  • Stafræn markaðssetning
  • Undarlegt ferðalag
  • Vefsíðugerð
  • Vefstefnumótun
  • Vefur vikunnar
  • Vefverslun
Fleiri greinar

End of Content.

Hafðu samband

Hvaða samskiptaleið hentar þér? Settu þig í samband við mig. 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

© 2023 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Leitið og þér munið finna