webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Edit Template

Fréttablaðið er farið – Hvar áttu að auglýsa?

Dagblað er hugtak sem kom fyrir í lestrarbók dótturinnar og ég hugsaði með mér, já það er nú ekki langt þangað til að það þarf að útskýra það fyrir ungum börnum hvað dagblað var. 

Fréttablaðið er farið

Þeir auglýsendur sem voru búnir að vera dyggir áskrifendur, jafnvel alltaf að kaupa sömu auglýsinguna eða pakkana í viku hverri standa nú frammi fyrir spurningunni: Hvar á ég þá að auglýsa? Einfalda svarið við þeirri spurningu er: Á netinu.

Vefurinn þinn

Áður en þú ferð að horfa í kringum þig og skoða á hvaða vefmiðlum þú getur keypt auglýsingabirtingar er hollt og gott að staldra við, líta í eigin barm og skoða vefinn sinn. 

 • Er hann reglulega uppfærður?
 • Er hraðinn nógu góður?
 • Eru brotnir tenglar á honum?
 • Er hann leitarvélabestaður til að skila þér sem bestum árangri?

Allt þetta eru atriði sem þarf reglulega að yfirfara og fylgjast með á lifandi vef. Ekki vanrækja vefinn þinn, heldur nýttu fjárfestinguna til fullnustu og fáðu það besta út úr honum. Það gerist með því að sinna honum og veita honum athygli. Ef þú hefur ekki tíma, þá býð ég upp á vefstjóra til leigu. 

Leitarvélar

Fólk leitar. Sérstaklega ef það veit ekki alveg að hverju það er að leita. Það leitar með texta, með því að slá inn leitarorðum eða fyrirspurn um það sem það er að leita að. En það er líka hægt að leita með myndum, t.d. Með því að nýta sér app eins og Google Linsu.

Vertu því viss um að leitarvélarnar séu með réttar og uppfærðar upplýsingar um þig, eins og nafn, heimilisfang, símanúmer, netfang, vefslóð. Það er hægt að gera snögga þjónustuskoðun á vef til að vera viss um að öll þessi atriði séu í toppstandi. 

Samfélagsmiðlar

Núverandi og tilvonandi viðskiptavinir þínir eru á samfélagsmiðlum, þar er markhópurinn þinn og þar er vettvangurinn þar sem þú nærð til hans. 

Samfélagsmiðlar heita samfélagsmiðlar af ástæðu. Þú verður því að eiga samskipti við aðra, annað fólk, önnur fyrirtæki, önnur félagasamtök. Ekki falla í þá gryfju að ætla að nota samfélagsmiðlana sem gjallarhorn fyrir þinn boðskap. Taktu þátt. 

Hafðu samband og ég móta með þér stefnu um samfélagsmiðla og auglýsingar á samfélagsmiðlum. 

Stafræn markaðssetning

Stafræn markaðssetning er naglasúpan sem blandar öllum þessum dásamlegu innihaldsefnum saman til þess að búa til ljúffengan rétt, ná sem bestum árangri. Markaðssetning á netinu er ekki bara eitthvað eitt, heldur vel blandaður kokteill, hristur eða hrærður. 

 • All Posts
 • Google Auglýsingar
 • Samfélagsmiðlar
 • Stafræn markaðssetning
 • Uncategorized
 • Undarlegt ferðalag
 • Vefsíðugerð
 • Vefstefnumótun
 • Vefur vikunnar
 • Vefverslun
Fleiri greinar

End of Content.

Hafðu samband

Hvaða samskiptaleið hentar þér? Settu þig í samband við mig. 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

© 2023 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Leitið og þér munið finna