webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Edit Template

Þjónustuskoðun vefs

Þjónustuskoðun vefs

Í þjónustuskoðun vefs er farið yfir lykilatriði fyrir árangursríkan vef og frammistaða metin. Ef allt er í góðu lagi og virkar vel, þá er gott að vita það. Ef eitthvað má betur fara og hægt er að bæta árangur með einföldum breytingum, þá getum við farið yfir það.

Á hverju ári átt þú að fara með bílinn þinn í skoðun. Það er til þess að tryggja að allt virki eins og til er ætlast og til að tryggja öryggi í umferðinni. Ég mæli með því að vefurinn þinn fái álíka skoðun, virkar allt eins og það á að gera og er hann eins vel staðsettur á leitarvélum og þú óskar?

Vefrýni

Vefrýni eða þjónustuskoðun vefs er úttekt á virkni hans fyrir notendur og fyrir leitarvélar. Með því að rýna í virkni vefsins er hægt að móta tillögur til úrbóta og í kjölfarið ræður þú því hversu hratt verður farið í að gera breytingar til bóta.

Í hvert sinn sem notandi heimsækir vef er reynt á þolinmæði notandans. Stóra spurningin er hvort að vefurinn þinn svari notandanum í tæka tíð og geti mætt notandanum með svar sem er lausn við því sem hann leitar að. Viðbragðstími vefsins er því eitt það fyrsta sem ég skoða þegar ég framkvæmi þjónustuskoðun vefs.

Hraðaprófun vefs

Hraðaprófun er framkvæmd með því að nýta eitt af verkfærum Google, PageSpeed Insights. Niðurstöðurnar eru bæði fyrir snjallsímaútgáfu (e. Mobile) og fyrir tölvuútgáfu (e. Desktop) vefsins, því vefurinn virkar ekki eins eftir því hvort notandinn er að heimsækja hann gegnum tölvu eða síma. Veistu hvaða tæki notendurnir sem heimsækja vefinn þinn eru að nota? Það er líka ein af spurningunum sem við svörum með því að gera vefrýni á vefnum þínum.

Þjónustuskoðun vefs hjá webdew.is

Þegar ég geri þjónustuskoðun á vef, þá er framkvæmd hraðaprófun sem gefur niðurstöður bæði fyrir virkni vefsins á tölvum og á snjallsímum. Þá rýni ég efni vefsins, er þar eitthvað efni sem er gamalt og úrelt? Eru brotnir tenglar á vefnum, annað hvort innri tenglar á milli vefsíðna á vefnum eða tenglar sem vísa yfir á aðra vefi og skoða hvernig þeir opnast. 

Hvað er þjónustuskoðun vefs?

Þjónustuskoðun vefs er ástandsskoðun, ég skoða hverning vefurinn er úr garði gerður og notendaprófa hann.

Meðal þess sem ég skoða í þjónustuskoðun vefs er:

Þekktu þína viðskiptavini

Notendur vefsins eru viðskiptavinir þínir og það er mikilvægt að þú þekkir þá. Hvaðan koma þeir yfir á þinn vef, koma þeir beint inn, gegnum fyrirspurnir á leitarvélum eða tilvísanir á öðrum vefjum eða gegnum samfélagsmiðla? Hvaða tæki nota þeir til að heimsækja vefinn þinn, snjallsíma, spjaldtölvur eða tölvur? Fáðu upp svipmynd af viðskiptavinum þínum og lærðu að þekkja þá. Þekkingin á viðskiptavinum skilar sér í betra viðskiptasambandi við þá.

Með því að nota greiningartól eins og Google Analytics átt þú að þekkja þína viðskiptavini og geta auðveldlega svarað því hve margir heimsækja vefinn þinn og gegnum hvers konar tæki, svo dæmi sé tekið. 

Þjónustuskoðun innifelur:

Hvernig virkar þjónustuskoðun vefs?

Ég framkvæmi skoðunina og sendi í tölvupósti niðurstöðurnar, innifalið er listi yfir úrbætur. Nema þú viljir líka splæsa í fund, þá getum við farið yfir niðurstöðurnar í sameiningu, annað hvort á skjáfundi eða yfir kaffibolla. 

Þetta er ekkert ósvipað því að fara með bílinn í skoðun, þú gætir fengið 1, 2 eða fleiri athugasemdir og samt fengið skoðun. Svo ekki sé minnst á að vefurinn fljúgi í gegnum skoðun, athugasemdalaust.

Hvað gerir þú svo?

Þú getur notað niðurstöðuna til að bæta vefinn. En ef þú vilt, þá getur þú líka fengið mig til að færa til betri vegar það sem við á og við finnum út úr því á hvaða hraða þér hentar að koma vefnum í toppstand. Þá geta stafræn markaðssetning, stefnumótun samfélagsmiðla eða vefstjóri til leigu verið þjónusta sem þú kýst að nýta þér.

Hvað kostar þjónustuskoðun vefs?

Þjónustuskoðun fyrir vef kostar að lágmarki 50.000 krónur og við það bætist virðisaukaskattur. Aðra þjónustu er hægt að fá í fastri áskrift til lengri tíma.

Hafðu samband

Hvaða samskiptaleið hentar þér? Settu þig í samband við mig. 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

© 2023 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Leitið og þér munið finna