webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Edit Template

Samfélagsmiðlar og samtakamáttur

Í starfi mínu sem vefráðgjafi koma alls konar verkefni inn á mitt borð. Eitt af þeim er markaðssetning á samfélagsmiðlum, sem er frábært þegar maður starfar fyrir félagasamtök eða áhugamannahópa sem ekki hafa mikla fjármuni til ráðstöfunar þegar kemur að markaðssetningu. Ef einhverjir aurar eru til, þá skiptir miklu máli að reyna að nýta þá sem best.

Misjafnt er hvaða skilning viðskiptavinirnir leggja í markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Til að byrja með þarf að móta stefnu. Stefnu um:

 • hvaða samfélagsmiðla á að nota?
 • hvaða markmið er með markaðssetningunni?
 • efni, hverju á að deila?
 • ábyrgð, hver á að sjá um það?
 • eftirfylgni, hvaða árangri erum við að ná?
 • stefnubreyting, hvað virkar og hvað ekki?

Samtakamáttur: máttur sem fólginn er í sameiginlegri baráttu eða átaki, er skilgreining orðabókar á hugtakinu.

Á samfélagsmiðlunum virka hlutirnir nefnilega í báðar áttir, efnið sem þú póstar er alls ekki allt sem skiptir máli. Þú átt vini eða fylgjendur, taktu þátt í umræðunni, skrifaðu athugasemdir við færslur hjá öðrum og láttu þér líka við það sem aðrir hafa fram að færa. Deildu efni frá öðrum, frá birgjum, samstarfsaðilum, viðskiptavinum, vinum. Ef þú rekst á áhugavert efni, fáðu leyfi til að deila því.

Markmiðið getur verið að vera fræðandi, skemmtilegt, eða ertu að gagnrýna og sýna öðrum eins og opinberum aðilum aðhald? Það getur ráðist af markmiðinu hvaða leiðir þú ferð, ertu að vinna með síðu eða hóp eða hvort tveggja? Eða ertu að kaupa auglýsingar, þá er nú eins gott að hafa markmiðin á hreinu. Ef þú vilt kaupa auglýsingu á samfélagsmiðlum, selja vörur á netinu, þá viltu vera með vef, vefverslun og greiðslugátt til þess að eiga þess kost að geta selt tilvonandi viðskiptavinum vörurnar eða þjónustuna.

Efnið getur verið margvíslegt, myndir, myndbönd, texti og tenglar. Vertu bara viss um að það sé í góðum gæðum, myndirnar í réttum stærðum og upplausn. Vandaðu textaskrifin, komdu í veg fyrir innsláttarvillur með því skrifa textann þar sem þú ert með innbyggðan yfirlestur, póstaðu svo. Grunnupplýsingar falla ekki úr gildi: Hver, hvað, hvenær, hvar, hvernig, hvers vegna og hvað svo?

Ábyrgðin þarf að vera skýr, hverjir framkvæma, hverjir svara þeim spurningum sem vakna. Sjálfvirk svör eru meðal þess sem í boði er á Facebook. Nýttu möguleikana.

Ekki byrja á öfugum enda, vertu með þitt á hreinu og þín markmið, gæðaefni, fallegar myndir, réttar vörulýsingar, ferli vefviðskiptanna uppsett og prófað á öllum snjalltækjum. Þegar þú hefur nýtt þínar bjargir (tíma og peninga) sem best í það, þá skaltu fara að huga að markaðssetningu á samfélagsmiðlum.

Þá máttu deila.

 • All Posts
 • Google Auglýsingar
 • Samfélagsmiðlar
 • Stafræn markaðssetning
 • Undarlegt ferðalag
 • Vefsíðugerð
 • Vefstefnumótun
 • Vefur vikunnar
 • Vefverslun
Fleiri greinar

End of Content.

Hafðu samband

Hvaða samskiptaleið hentar þér? Settu þig í samband við mig. 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

© 2024 Allur réttur áskilinn 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Leitið og þér munið finna