webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Edit Template

Topp tíu: Hvað veistu um vefinn þinn?

Um áramót verða tímamót og þá er gott að staldra við til þess að líta yfir farinn vef og huga að því hvert stefnan skal tekin í framtíðinni. Fyrir vefi mæli ég með því að nota tækifæri og skoða tölfræðina um umferð og efni hvers vefs.

Greiningartólið Google Analytics set ég upp og mæli með að allir viðskiptavinir mínir noti. Fyrir þá sem hafa alvöru áhuga á að nýta sér greiningartólið, mæli ég með því að setja Google Analytics appið upp í farsímanum þínum og þá ertu alltaf með yfirsýn yfir það helsta.

Topp tíu

Google Analytics getur svarað spurningum eins og:

  1. Hve margir notendur komu i heimsókn á vefinn?
  2. Hvað eyddu notendur löngum tíma á vefnum?
  3. Á hvaða tíma dags komu notendur í heimsókn á vefinn?
  4. Hve margar voru síðuflettingar á vefnum?
  5. Hvert var hlutfall snjalltækja, farsíma og spjaldtalva á móti hefðbundunum tölvum?
  6. Hvaðan komu notendurir; beint inn á vefinn eða gegnum leitarvélar eða samfélagsmiðla?
  7. Hvaðan úr heiminum komu heimsóknir inn á vefinn?
  8. Hvaða efni vefsins var eftirsóknarverðast?
  9. Hvaða leitarorð voru slegin inn í leitarvél vefsins?
  10. Hvaða tekjur voru af vefverslun, ef um vefverslun er að ræða?

Það að staldra við og rýna aðeins í tölfræðina á vefnum getur sagt þér ýmislegt um viðskiptavini þína og hjálpað þér að veita þeim þar með betri þjónustu. Ertu að ná til þeirra viðskiptavina sem þú vilt? Eru viðskiptavinir þínir að finna það efni sem þeir leita að á vefnum þínum? Eru helstu verkefni vefsins skilgreind og standast þau eða þarfnast þau endurskoðunar?

Viltu aðstoð?

Með greiningarvinnu geturðu líka tekið betri stefnu fram í framtíðina, þarf e.t.v. að bæta við efni á fleiri tungumálum? Þarftu að huga að leitarvélabestun á núverandi efnissíðum, þarf að rýna þær og endurskoða? Þarftu að móta, í ljósi nýrra upplýsinga betri vefstefnu?

Ég mæli með því að þú takir stöðuna á vefnum þínum, þó ekki sé nema einu sinni á ári, alveg eins og að fara með bílinn þinn í skoðun.

Ef þú vilt einhverja aðstoð, þá er velkomið að hafa samband, dew@webdew.is eða í síma 690 1205

  • All Posts
  • Google Auglýsingar
  • Samfélagsmiðlar
  • Stafræn markaðssetning
  • Undarlegt ferðalag
  • Vefsíðugerð
  • Vefstefnumótun
  • Vefur vikunnar
  • Vefverslun
Fleiri greinar

End of Content.

Hafðu samband

Hvaða samskiptaleið hentar þér? Settu þig í samband við mig. 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

© 2023 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Leitið og þér munið finna