webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Edit Template

Google Adwords árangur

Í haust er árangur auglýsinga í Google Adwords búinn að vera mér hugleikinn. Allur undirbúningur við auglýsingar á leitarvélum skiptir máli, ákveða leitarorðin sem þú vilt að auglýsingin þín finnist eftir, skrifa auglýsinguna með leitarorðin í huga og skipuleggja fjárhagsáætlun, hvað ertu tilbúin/nn til að borga fyrir auglýsingarnar. Svo þarf að hafa í huga að þú náir til markhópsins sem þú óskar, með stillingum á staðsetningu og tungumálum. Allt klárt og auglýsingaherferðin er sett í gang. En hvernig eru auglýsingarnar að standa sig?

Markmið auglýsingaherferða á leitarvélum geta verið mismunandi en algengast er að þú borgir þegar smellt er á auglýsinguna (e. PPC eða Pay Per Click). Viðbrögðin eru svo smellihlutfall (e. Clickthrough Rate), viðskiptahlutfall (e. Conversion Rate) og meðalkostnaður á hvern smell. Þannig fást upplýsingar um þann árangur sem við viljum ná.

Samanburður við aðra í sömu grein er líka mikilvægur mælikvarði, þú vilt ekki vera að borga meira en þú þarft í samkeppnisumhverfinu. Og að sjálfsögðu viltu að hlutföllin þín séu betri en samkeppnisaðilanna.

Áhugaverð grein er hér: Google AdWords average conversion rates by industry [study]

Ef við tökum ferðaþjónustu sem dæmi þá var meðal viðskiptahlutfall (e. Average Conversion Rate) 2,57% í leitarorðaherferðum en lækkar í 0,53% þegar Display Network auglýsingar eru skoðaðar.

  • All Posts
  • Google Auglýsingar
  • Samfélagsmiðlar
  • Stafræn markaðssetning
  • Uncategorized
  • Undarlegt ferðalag
  • Vefsíðugerð
  • Vefstefnumótun
  • Vefur vikunnar
  • Vefverslun
Fleiri greinar

End of Content.

Hafðu samband

Hvaða samskiptaleið hentar þér? Settu þig í samband við mig. 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

© 2023 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Leitið og þér munið finna