Culina – Veitingar og veisluþjónusta.png Vefur vikunnar

Vefur Culina uppfærður og endurskoðaður

Ég tel mikilvægt að taka vefi reglulega til endurskoðunar, ekki ólíkt því að fara með bílinn sinn í skoðun á hverju ári.

Um daginn kom Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari og eigandi Culina að máli við mig og langaði til að gera breytingar á vefnum. Hennar aðaláhersla var að gera meira úr veisluþjónustunni á vefnum.

Ég byrjaði á skoða umferðina með greiningartólinu Google Analytics. Það er mjög mikilvægt að átta sig á því þegar um endurskoðun vefs er að ræða að vita hvaðan gestirnir koma, hvaða síður skoða þeir (og hverjar skoða þeir ekki), hve miklum tíma eyða þeir á vefnum og hvaða tæki voru þeir að nota þegar þeir komu í heimsókn. Það er margt fleira sem hægt er að skoða með greiningartólinu og auðvelt að gleyma sér þér.

Auk þess:

  • Efni rýnt og endurskoðað
  • Nýtt efni skrifað
  • Nýtt myndefni
  • Tenglar yfirfarnir
  • Nýtt heildarútlit
  • Ný forsíða með áherslubreytingum

Endurbættan vef Culina má skoða hér.