Webdew á 10 ára starfsafmæli í dag. Á þessum áratug hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna skemmtileg verkefni með skemmtilegu fólki. Hjarta mitt er fullt af þakklæti og auðmýkt.
Markmiðið um að breyta heiminum, einn vef í einu er enn á sínum stað og ég er enn að. Auðvitað er þetta búið að vera hark og afkomukvíðinn sem fylgir því getur verið skelfilegur.
En ég er búin að læra það að ef ég hægi á mér í kröppu beygjunum, þá nær maður örugglega hraða kaflanum þegar vegurinn er beinn og breiður.
Vegir liggja til allra átta