Skip to content
webdew
  • Verkefnin
    • Andrými.is
    • Culina.is
    • Fluidfilm.is
    • Grimma bókhaldsþjónusta
    • Húsamálarinn.is
    • Kjötsmiðjan 30 ára
    • Lestur.is
    • Lestrarsetur
    • Offroad Iceland.is
    • Skyndiprent.is
    • Eldri verkefni
      • Bókhaldsþjónustan Núll
      • #Fordómalaus
      • #Gott að lesa
      • Hugarfrelsi.is
      • Hús sjávarklasans
      • Íslenski sjávarklasinn
      • Lóðasláttur
      • Matstofan leitarvélabestun
      • Matstofan
      • Reisum.is
      • #RomanticReykjanes
      • Unique.is
      • Verklagnir.is
  • Þjónustan
    • Leitarvélabestun
    • Leitarorðaherferðir
    • Markaðsherferð með tölvupósti
    • Markaðssetning á netinu
    • Samfélagsmiðlar
    • Vefsíðugerð
    • Vefstefna
    • Vefstjóri til leigu
    • Þjónustuskoðun vefs
  • Um webdew
    • Bloggið
  • Hafa samband

Heim | Vefur vikunnar

Google Auglýsingar

10 ár af Think with Google

  • október 27, 2022
  • by Dögg Matthíasdóttir

Think with Google fer í þessari grein yfir síðasta áratug og þær stórkostlegu breytingar sem orðið hafa á þeim tíma.

Hvar og hverning

2012 horfðum við meira á sjónvarp en á myndbönd á netinu.

2014 fylgjumst við með á fleiri en einum skjá í einu.

2015 skrifum við til minnis ekki á blað heldur notum símann.

2017 árangurinn er fólginn í hraða þegar vegfur er skoðaður með snjallsíma

2018 hvetja myndböndin okkur til að gera hluti

2020 lærðu allir eitthvað nýtt þegar heimurinn var lokaður

2021 héldum við áfram að leika á netinu og halda partý milli heimsálfa

2022 hvað svo?



10 ár af Think with Google

 

googleanalytics Vefur vikunnar

Topp tíu: Hvað veistu um vefinn þinn?

  • janúar 17, 2018janúar 17, 2018
  • by Dögg Matthíasdóttir

Um áramót verða tímamót og þá er gott að staldra við til þess að líta yfir farinn vef og huga að því hvert stefnan skal tekin í framtíðinni. Fyrir vefi mæli ég með því að nota tækifæri og skoða tölfræðina um umferð og efni hvers vefs.

Greiningartólið Google Analytics set ég upp og mæli með að allir viðskiptavinir mínir noti. Fyrir þá sem hafa alvöru áhuga á að nýta sér greiningartólið, mæli ég með því að setja Google Analytics appið upp í farsímanum þínum og þá ertu alltaf með yfirsýn yfir það helsta.

Topp tíu

Google Analytics getur svarað spurningum eins og:

  1. Hve margir notendur komu i heimsókn á vefinn?
  2. Hvað eyddu notendur löngum tíma á vefnum?
  3. Á hvaða tíma dags komu notendur í heimsókn á vefinn?
  4. Hve margar voru síðuflettingar á vefnum?
  5. Hvert var hlutfall snjalltækja, farsíma og spjaldtalva á móti hefðbundunum tölvum?
  6. Hvaðan komu notendurir; beint inn á vefinn eða gegnum leitarvélar eða samfélagsmiðla?
  7. Hvaðan úr heiminum komu heimsóknir inn á vefinn?
  8. Hvaða efni vefsins var eftirsóknarverðast?
  9. Hvaða leitarorð voru slegin inn í leitarvél vefsins?
  10. Hvaða tekjur voru af vefverslun, ef um vefverslun er að ræða?

Það að staldra við og rýna aðeins í tölfræðina á vefnum getur sagt þér ýmislegt um viðskiptavini þína og hjálpað þér að veita þeim þar með betri þjónustu. Ertu að ná til þeirra viðskiptavina sem þú vilt? Eru viðskiptavinir þínir að finna það efni sem þeir leita að á vefnum þínum? Eru helstu verkefni vefsins skilgreind og standast þau eða þarfnast þau endurskoðunar?

Viltu aðstoð?

Með greiningarvinnu geturðu líka tekið betri stefnu fram í framtíðina, þarf e.t.v. að bæta við efni á fleiri tungumálum? Þarftu að huga að leitarvélabestun á núverandi efnissíðum, þarf að rýna þær og endurskoða? Þarftu að móta, í ljósi nýrra upplýsinga betri vefstefnu?

Ég mæli með því að þú takir stöðuna á vefnum þínum, þó ekki sé nema einu sinni á ári, alveg eins og að fara með bílinn þinn í skoðun.

Ef þú vilt einhverja aðstoð, þá er velkomið að hafa samband, dew@webdew.is eða í síma 690 1205

adwords industry benchmarks average conversion rate Vefur vikunnar

Google Adwords árangur

  • október 19, 2016október 19, 2016
  • by Dögg Matthíasdóttir

Í haust er árangur auglýsinga í Google Adwords búinn að vera mér hugleikinn. Allur undirbúningur við auglýsingar á leitarvélum skiptir máli, ákveða leitarorðin sem þú vilt að auglýsingin þín finnist eftir, skrifa auglýsinguna með leitarorðin í huga og skipuleggja fjárhagsáætlun, hvað ertu tilbúin/nn til að borga fyrir auglýsingarnar. Svo þarf að hafa í huga að þú náir til markhópsins sem þú óskar, með stillingum á staðsetningu og tungumálum. Allt klárt og auglýsingaherferðin er sett í gang. En hvernig eru auglýsingarnar að standa sig?

Markmið auglýsingaherferða á leitarvélum geta verið mismunandi en algengast er að þú borgir þegar smellt er á auglýsinguna (e. PPC eða Pay Per Click). Viðbrögðin eru svo smellihlutfall (e. Clickthrough Rate), viðskiptahlutfall (e. Conversion Rate) og meðalkostnaður á hvern smell. Þannig fást upplýsingar um þann árangur sem við viljum ná.

Samanburður við aðra í sömu grein er líka mikilvægur mælikvarði, þú vilt ekki vera að borga meira en þú þarft í samkeppnisumhverfinu. Og að sjálfsögðu viltu að hlutföllin þín séu betri en samkeppnisaðilanna.

Áhugaverð grein er hér: Google AdWords average conversion rates by industry [study]

Ef við tökum ferðaþjónustu sem dæmi þá var meðal viðskiptahlutfall (e. Average Conversion Rate) 2,57% í leitarorðaherferðum en lækkar í 0,53% þegar Display Network auglýsingar eru skoðaðar.

Culina – Veitingar og veisluþjónusta.png Vefur vikunnar

Vefur Culina uppfærður og endurskoðaður

  • apríl 15, 2016
  • by Dögg Matthíasdóttir

Ég tel mikilvægt að taka vefi reglulega til endurskoðunar, ekki ólíkt því að fara með bílinn sinn í skoðun á hverju ári.

Um daginn kom Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari og eigandi Culina að máli við mig og langaði til að gera breytingar á vefnum. Hennar aðaláhersla var að gera meira úr veisluþjónustunni á vefnum.

Ég byrjaði á skoða umferðina með greiningartólinu Google Analytics. Það er mjög mikilvægt að átta sig á því þegar um endurskoðun vefs er að ræða að vita hvaðan gestirnir koma, hvaða síður skoða þeir (og hverjar skoða þeir ekki), hve miklum tíma eyða þeir á vefnum og hvaða tæki voru þeir að nota þegar þeir komu í heimsókn. Það er margt fleira sem hægt er að skoða með greiningartólinu og auðvelt að gleyma sér þér.

Auk þess:

  • Efni rýnt og endurskoðað
  • Nýtt efni skrifað
  • Nýtt myndefni
  • Tenglar yfirfarnir
  • Nýtt heildarútlit
  • Ný forsíða með áherslubreytingum

Endurbættan vef Culina má skoða hér.

 

Samfélagsmiðlar ©webdew Vefur vikunnar

Markaðssetning á samfélagsmiðlum

  • janúar 20, 2016
  • by Dögg Matthíasdóttir

Þessa dagana er ég að vinna að frábæru verkefni, markaðssetningu á samfélagsmiðlum fyrir átakið Fordómalaus. Fyrir átakið var valið að vera á Youtube annars vegar og Facebook hins vegar, enda samræmdist það markmiðum verkefnisins. Viðtökurnar hafa verið framar björtustu vonum það sem af er og við vonum svo sannarlega að það verði framhald á því.

Fyrir þá sem eru að hugsa um markaðssetningu á samfélagsmiðlum, eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga áður en haldið er af stað.

  • Á hvaða samfélagsmiðlum á ég að vera?
  • Á hvaða samfélagsmiðlum á ég ekki að vera?
  • Hver er markhópurinn?
  • Hvaða skilaboð er ég að senda?
  • Hvernig samskipti vil ég eiga við viðskiptavini mína?

Til frekara skrafs og ráðagerða er þér velkomið að hafa samband við dew@webdew.is.

Lestur.is - forsíða Vefur vikunnar

Vefur mánaðarins: Lestur.is

  • desember 10, 2015
  • by Dögg Matthíasdóttir

Nú í desember var nýjum vef fyrir Lestrarmiðstöð í Mjódd hleypt af stokkunum. Webdew annaðist samskipti við nýjan hýsingaraðila og tæknilega uppsetningu vefumsjónarkerfisins en Auður B. Kristinsdóttir eigandi sá sjálf um endurskrif efnis.

Eins og lesa má um í Verkefnin/Lestur.is getur webdew annast, fyrir hönd sinna viðskiptavina, tæknilegar hliðar s.s. uppsetningu á vefumsjónrkerfi, virkni t.d. á pöntunar- og fyrirspurnarformum, og stillingar á tölvupósti þegar búið er að opna nýjan vef, hjá nýjum hýsingaraðila.

Þegar Auður fékk þá tæknilegu aðstoð sem hún þurfti á að halda, var ekkert mál að vinda sér í verkefnið að uppfæra vefinn, sem hún var annars búin að mikla fyrir sér og draga á langinn.

Afrakstur þessarar verkaskiptinu er nýr vefur lestur.is 

Forsíða vefs Unique hár og spa Vefur vikunnar

Nýr vefur Unique hár og spa

  • október 22, 2015
  • by Dögg Matthíasdóttir

Á dögunum opnaði Unique hár og spa nýjan vef.

Markmiðið var að gera minimalískt útlit sem virkaði vel á snjallsímum. Leyfa glæsilegu myndefni sem prýðir stofuna að njóta sín á vefnum líka.

Spa hluti Unique hár og spa þurfti að fá meira pláss frá því sem áður var, til jafns við hár hlutann. Þá eru viðskiptavinir sífellt að spyrja um gjafabréf sem hægt er að gefa t.d. mömmu í jólagjöf eða slá saman handa tilvonandi brúður í gæsun. Lausnir við því voru dekurpakkarnir, sem hægt er að panta á netinu og svo kemur þú og sækir gjafabréf í Borgartúninu.

Samhliða nýjum vef Unique hár og spa, var farið yfir aðra vefmiðla, s.s. unique á ja.is og gerðar breytingar til samræmis við útlitið á nýja vefnum. Heildstæð notendaupplifun er það sem við erum að sækjast eftir.

Skoðaðu verkefnið og sjá hvað webdew annaðist.

Önnur verkefni geturðu skoðað hér.

Þjónustuskoðun vefs ©webdew Vefur vikunnar

Þjónustuskoðun Sjávarklasans

  • ágúst 11, 2015
  • by Dögg Matthíasdóttir

Ein þeirra þjónustuleiða sem í boði eru kallast þjónustuskoðun. Þetta er ekkert ósvipað því að fara með bílinn sinn í skoðun einu sinni á ári, við viljum vera viss að öll ljós kvikni þegar þau eiga að gera það svo aðrir sjái okkur í umferðinni. Við viljum að bremsur og önnur öryggistæki virki sem skildi og það gildi sömu lögmál um vefinn þinn.

Undir Verkefnin er að finna tilvitnun í Evu Rún Michelsen, framkvæmdastjóra Húss Sjávarklasans um hvernig til tókst. Eða lestu nánar um þjónustuskoðun Sjávarklasans.

Komdu með vefinn þinn í þjónustuskoðun, smelltu til að panta.

Lóðasláttur Logo Vefur vikunnar

Vefur mánaðarins: Lóðasláttur

  • júlí 15, 2015
  • by Dögg Matthíasdóttir

Vefur júlímánaðar er nýr vefur Lóðasláttar.

Lóðasláttur er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem valdi það að vera í fastri áskrift að vefstjóra til leigu.  Eftir að flottur nýr vefur var sjósettur var ráðist í markaðssetningu á netinu til að fylgja honum úr hlaði.

Árangurinn lætur ekki á sér standa, fleiri fyrirspurnir berast í gegnum vefinn og fleiri símtöl, svo eigendurnir eru ánægðir með að fá fjárfestinguna sína fljótt til baka.

Skoðaðu:

  • Lóðasláttur.is
  • Facebook/lodaslattur
  • Google+/lodaslattur
copy webdew Undarlegt ferðalag

Nú árið er liðið…

  • júní 8, 2015
  • by Dögg Matthíasdóttir

365 dagar.

Fullir af áskorunum og breytingum. Gleði og sorg enda eru þær systur oftast samferða.

Sveigjanleiki. Getan til að aðlaga sig breyttum aðstæðum.

Endurskoðun. Endursköpun og nýsköpun.

 

Á tímamótum horfir maður oft yfir farinn veg og reynir að skoða hvað gekk vel og hvaða pitti má varast. Að horfa fram á veginn, full tilhlökkunar.

Eftir fyrsta árið hjá webdew.is get ég ekki ímyndað mér hvað næsta árið kemur til með að hafa í för með sér en það verður svo sannarlega spennandi að sjá.

Leiðarkerfi færslna

1 2 3

„Vits er þörf þeim er víða ratar“. - Úr Hávamálum

Hafa samband

Dögg Matthíasdóttir
Hrauntunga 14
200 Kópavogur

Kennitala: 121175-3399
Vsk númer: 123500

Sími: 6901205
Netfang: dew@webdew.is

  • LinkedIn
  • Facebook
  • Pinterest
  • Twitter
  • Instagram
  • YouTube
© 2023 webdew | Allur réttur áskilinn |
Theme by Colorlib Powered by WordPress