Nú í desember var nýjum vef fyrir Lestrarmiðstöð í Mjódd hleypt af stokkunum. Webdew annaðist samskipti við nýjan hýsingaraðila og tæknilega uppsetningu vefumsjónarkerfisins en Auður B. Kristinsdóttir eigandi sá sjálf um endurskrif efnis.
Eins og lesa má um í Verkefnin/Lestur.is getur webdew annast, fyrir hönd sinna viðskiptavina, tæknilegar hliðar s.s. uppsetningu á vefumsjónrkerfi, virkni t.d. á pöntunar- og fyrirspurnarformum, og stillingar á tölvupósti þegar búið er að opna nýjan vef, hjá nýjum hýsingaraðila.
Þegar Auður fékk þá tæknilegu aðstoð sem hún þurfti á að halda, var ekkert mál að vinda sér í verkefnið að uppfæra vefinn, sem hún var annars búin að mikla fyrir sér og draga á langinn.
Afrakstur þessarar verkaskiptinu er nýr vefur lestur.is