Markaðssetning á netinu

Markaðssetning á netinu ©webdew
Markaðssetning á netinu

Ertu með vef í rekstri hjá þínu fyrirtæki og vilt ná til fleiri viðskiptavina gegnum internetið? Eða ertu að byrja frá grunni á netinu, vantar þig að móta vefstefnu, setja vefinn upp og allt efnið á hann? Áður en þú heldur af stað er gott að kortleggja hvert þú ert að fara, með vefstefnumótun.

Með markaðssetningu á netinu förum við yfir hvað þú ert að gera, hvaða árangri þú vilt ná og gerum svo áætlun um ferðalagið.

  • Til hvaða markhóps viltu ná?
  • Hvaða skilaboð um þína vöru eða þjónustu viltu senda markhópnum?
  • Hvar á netinu eru tækifæri til að eiga samskipti við markhópinn?

Hjá webdew færðu sérfræðing til þess að fara í gegnum þetta með þér.

Hvað er markaðssetning á netinu?

Markaðssetning á netinu getur t.d. verið

Netmarkaðssetning snýst þó fyrst og síðast um gott efni, efni sem vekur áhuga, sem fólk vill deila með öðrum. Þú getur fengið reyndan vefstjóra til að fara yfir efnið þitt eða skrifa fyrir þig nýtt efni, miðað við þín markmið.

Hvernig virkar þetta?

Miðað við þín markmið, markhóp og fjárhagsáætlun þá búum við til markaðsherferð og hrindum henni svo í framkvæmd.

Ekki hika við að hafa samband, það þarf einhvers staðar að byrja. Sendu tölvupóst á dew@webdew.is eða hringdu í síma 690 1205.

Hvað gerir þú svo?

Það fer svolítið eftir því hvað þú vilt, viltu sjálfur halda um taumana eða viltu fá þetta gert fyrir þig? Þetta er eiginlega eins og að fara í framkvæmdir heimavið, sumt getur maður gert sjálfur, en svo gætirðu þurft iðnaðarmenn til að smíða, leggja rafmagn eða flísar svo við minnumst ekki á pípulagnir. Við finnum út úr því hvað þér hentar.

Hvað kostar markaðssetning á netinu?

Markaðsherferð á netinu, stefna og áætlun fyrir vef kostar 19.800 krónur og við það bætist virðisaukaskattur. Ef þú vilt fá mig til að sjá alveg um þetta fyrir þig, þá gerum við tilboð í það, miðað við þína áætlun. Einnig er boðið upp á fasta áskrift, þá til lengri tíma.

„Vits er þörf þeim er víða ratar“. - Úr Hávamálum