Þjónustuskoðun vefs

Þjónustuskoðun ©webdew
Þjónustuskoðun vefs

Á hverju ári átt þú að fara með bílinn þinn í skoðun. Það er til þess að tryggja að allt virki eins og til er ætlast og til að tryggja öryggi í umferðinni. Ég mæli með því að vefurinn þinn fái álíka skoðun, virkar allt eins og það á að gera og er hann eins vel staðsettur á leitarvélum og þú óskar?

Í þjónustuskoðun er farið yfir lykilatriði fyrir árangursríkan vef og frammistaða metin. Ef allt er í góðu lagi og virkar vel, þá er gott að vita það. Ef eitthvað má betur fara og hægt er að bæta árangur með einföldum breytingum, þá getum við farið yfir það.

Hvað er þjónustuskoðun vefs?

Þjónustuskoðun er ástandsskoðun, ég skoða hverning vefurinn er úr garði gerður og notendaprófa hann.

  • Virkar hann á öllum tækjum, tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum?
  • Hvernig eru leitarvélar að lesa vefinn og hvar raðast hann hjá leitarvélum?
  • Hvaða markmið viltu að viðskiptavinir nái að uppfylla með vefnum og hvernig gengur það?

Þjónustuskoðun innifelur:

  • Greining á viðskiptavinum og hegðun þeirra á vefnum
  • Rýni á leitarvélabestun
  • Notendaprófun
  • Greining nýrra tækifæra til að eiga samskipti við viðskiptavini

Hvernig virkar þetta?

Þú getur pantað þjónustuskoðun fyrir vefinn þinn með að hafa samband, senda tölvupóst á dew@webdew.is eða hringja í síma 690 1205 og óska eftir þjónustuskoðun fyrir vefinn þinn þá er það líka hægt.

Ég framkvæmi skoðunina og sendi í tölvupósti niðurstöðurnar, innifalið er listi yfir úrbætur. Þetta er ekkert ósvipað því að fara með bílinn í skoðun, þú gætir fengið 1, 2 eða fleiri athugasemdir og samt fengið skoðun. Svo ekki sé minnst á að vefurinn fljúgi í gegnum skoðun, athugasemdalaust.

Hvað gerir þú svo?

Þú getur notað niðurstöðuna til að bæta vefinn. En ef þú vilt, þá getur þú líka fengið mig til að færa til betri vegar það sem við á og við finnum út úr því á hvaða hraða þér hentar að koma vefnum í toppstand. Þá geta markaðssetning á netinu, stefnumótun samfélagsmiðla eða vefstjóri til leigu verið þjónusta sem þú kýst að nýta þér.

Hvað kostar þjónustuskoðun vefs?

Þjónustuskoðun fyrir vef kostar 19.800 krónur og við það bætist virðisaukaskattur. Aðra þjónustu er hægt að fá í fastri áskrift til lengri tíma.

„Vits er þörf þeim er víða ratar“. - Úr Hávamálum