Vefstefnumótun

Vefstefna
Vefstefna

Mótun vefstefnu er afar mikilvægur þáttur við gerð vefsvæða.

Því er það alveg ótrúlega algengt að hlaupið sé yfir þennan skipulagsþátt og farið beint í að vinna vefinn, gera grafíska hönnun og forrita virkni. Svo er bara seinna hægt að setja inn efnið.

Algengast er að vefstefna sé hvers vefs sé „óáþreifanleg“. Hún er kannski bara tilfinning vefstjóra en ef vefstjórinn hefur ekki fullt vald og rétt til ákvarðanatöku þá geta vandast málin. Afsakanir eins og „vefstefnan er ennþá breytileg, ennþá í mótun…“ eru bara afsakanir fyrir því að ekki er búið að setja vefstefnuna niður á blað.

Það má segja að vefstefnumótun sé heimavinna, þarfagreining á því hvað vefurinn á að gera fyrir þig og hvernig þú vilt haga þínum vefmálum. Að kortleggja hvert þú ert að fara, vera með ákveðin markmið um hvert ferðinni skal heitið og hvernig þú ætlar að komast þangað.

Hafðu þetta einfalt: Settu vefstefnuna niður á blað.

Hvað er vefstefna?

Helstu þættir vefstefnu, en alls ekki endanlegur listi eru:

Hversu ítarlega þú vilt hafa vefstefnuna er að sjálfsögðu sveigjanlegt. Auk ofangreindra þátta er lykilatrið vefstefnu að ákvarða blæbrigði (e. Tone of Voice) eða persónuleika vefsins, hvernig hann/hún ávarpar viðskiptavini.

Hvernig virkar vefstefnumótun?

Til þess að móta vefstefnu eru til margar mismunandi leiðir, misflóknar og tímafrekar. Viðtöl við viðskiptavini og hagsmunaaðila geta varpað ljósi á þarfir og verkefni sem vefurinn þarf að taka tillit til.

Það mikilvægasta af öllu er þó einfaldlega að setja vefstefnuna niður á blað, það auðveldar öllum sem koma að vinnu við vefinn og viðhaldi hans sína vinnu. Góður undirbúningur og einföld auðskiljanleg vefstefna sparar þannig tíma og peninga þegar til lengri tíma er litið.

Hvað gerir þú svo?

Þú notar vefstefnuna sem grunn til að byggja á. Hvort sem það er fyrir hönnun á útliti, myndvinnslu, textaskrif, forritun á virkni, endurskoðun á efni eða markaðssetningu á netinu. Vefstefnan er eins og ferðaáætlun, þú veist hvert þú ert að fara og hvernig þú ætlar að komast þangað. Vefstjórinn á vefnum þínum þarf að hafa kort eins og kallinn í brúnni.

Hvað kostar vefstefna?

Kostnaður við mótun vefstefnu ræðst af umfangi verkefnisins og hvernig þú vilt ráðast í framkvæmd þess. Hafðu samband og fáðu sérfræðing webdew til að gera þér tilboð.

 

„Vits er þörf þeim er víða ratar“. - Úr Hávamálum