Vefstjóri til leigu

Vefstjóri til leigu ©webdew
Vefstjóri til leigu

Veistu hvað þú vilt á vefnum, en vantar tímann til að gera það? Þarftu alltaf að setja þig í stellingar þegar þú þarft að fara að vinna eitthvað svona tölvustúss? Áttu alls konar efni, myndir, texta og myndbönd en hefur ekki haft tækifæri til að koma því á vefinn?

Ekkert mál, þú getur fengið þetta gert fyrir þig. Þetta snýst nefnilega ekki um forritun.

Þegar/ ef búið er að forrita fyrir þig fínan vef og svo segir forritarinn: „Gjörðu svo vel, nú getur þú sett inn efnið, þú gerir bara svona og svona, svo svona og svona…… “.

Þetta er ekkert bara. Ef þú hefur upplifað þessa þjónustu og búinn að borga stórfé fyrir vefinn, þá er vefstjóri til leigu þjónustan fyrir þig.

Hvað er vefstjóri til leigu?

Vefstjóri sinnir vefnum og markaðssetningu á netinu og þú sérð um aðra þætti rekstursins og hefur þá meiri tíma til þess. Vefstjóri til leigu er:

  • tímabundinn starfsmaður
  • aukin afkastageta þegar á þarf að halda
  • sérþekkingin sem þig e.t.v. skortir
  • afleysing í fríi

Vefstjóri til leigu getur t.d:

Hvernig virkar þetta?

Hafðu samband, sendu tölvupóst á dew@webdew.is eða hringdu í síma 690 1205. Við tökum stöðuna, hvar vefurinn þinn er staddur og setjum niður áætlun um hvert við viljum fara. Við förum yfir efnið, hvað er til og hvað er hægt að nota og hvað þarf að búa til af nýju efni og hvernig því verður viðhaldið og grisjað þegar fram líða stundir.

Hvað gerir þú svo?

Þú sinnir þínum rekstri, af þinni ástríðu og ég tek um stjórnartaumana á vefnum þínum. Við aðlögum okkur að þínum þörfum og getu, bæði fjárhagslega og tæknilega.

Hvað kostar vefstjóri til leigu?

Vefstjóri til leigu er með grunnverð fyrir staka klst 9.900 + vsk, en við gerum þér tilboð og metum hvað þarf að gera fyrir þinn vef og við veitum góða afslætti þegar tímarnir fara að safnast saman. Það getur borgað sig að vera í fastri áskrift, þá gerum við samning til a.m.k. þriggja mánaða og endurskoðum hann svo miðað við þarfir og árangur.

„Vits er þörf þeim er víða ratar“. - Úr Hávamálum