Júlli fór af stað með Jólavef Júlla árið 1999 og hefur þar safnað saman fróðleik og skemmtun um allt á milli himins og jarðar sem tengist jólunum. Vefurinn hefur gegnum tíðina notið mikilla vinsælda hjá börnum og þeim sem starfa með börnum eins og kennurum. Vefurinn var kominn vel til ára sinna, hafði síðast verið […]
Íslenskir staðlar – Staðlaráð Íslands
Gegnum Hoobla, samfélag sjálfstætt starfandi sérfræðinga, fékk ég það tækifæri á dögunum að vinna frábært verkefni fyrir Íslenska staðla – Staðlaráð Íslands. Verkefnið var fólgið í því að setja saman markaðsáætlun fyrir þau. Aðaláherslan var að sjálfsögðu lögð á stafrænar markaðsaðgerðir og fólgið í því að skipuleggja hvernig þau geta best nýtt tíma sinn og […]
Fundur fólksins – Lýðræðishátíð unga fólksins
Ingibjörg Gréta Gísladóttir hafði samband við Dögg hjá webdew.is og var í uppnámi, ofandaði í símann því það var hreinlega allt í skralli. Viðburðir sem birtast áttu á vefnum birtust bara alls ekki. Dögg skoðaði málið og bakenda vefsins. Í bakendanum var allt orðið stútfullt af viðbótum (e. Plugins) sem enginn var lengur að nota […]
Verkvík – Sandtak
Verkvík – Sandtak er traustur samstarfsaðili stærstu fyrirtækja á Íslandi þegar kemur að mannvirkjagerð og viðhaldi fyrir innviði. Helstu verkefni Verkvíkur eru sandblástur, málmhúðun, tæringarvarnir og viðhald t.d. á raflínumöstrum og steyptum mannvirkjum. Óskað var eftir nýjum vef fyrir Verkvík – Sandtak á vormánuðum 2023, enda gamli vefurinn orðinn úr sér genginn, barn síns tíma. […]
Mýranaut
Mýranaut ehf er nautgriparæktun í eigu hjónanna Hönnu S. Kjartansdóttur kennara og Anders Larsen landbúnaðarvélvirka á Leirulæk á Mýrunum við ósa Langár. Mýranaut leggur metnað í að rækta úrvals nautgripi til kjötframleiðslu og selur gæðakjöt beint frá býli til neytenda. Gamli vefurinn var kominn vel til ára sinna og mikil þörf á að búa til […]
Gleraugnabúðin Mjódd
Gleraugnabúðin í Mjódd býður vönduð gleraugu á hagstæðu verði. Gleraugnabúðin í Mjódd annast sjónmælingar og aðstoðar þig við val á umgjörðum. Hjá Gleraugnabúðinni í Mjódd getur þú valið úr vönduðu úrvali af gleraugum fyrir alla aldurshópa og öll helstu verkefni. Gleraugnabúðin í Mjódd er með vef og Dögg hjá webdew framkvæmdi þjónustuskoðun á vefnum árið 2022. […]
Eldgos á Reykjanesi – Exclusive Travel
Exclusive Travel er ferðaþjónustufyrirtæki sem skipuleggur lúxusferðir fyrir viðskiptavini sína, sérsniðnar að þeirra þörfum. Það fór að gjósa á Reykjanesi í ágúst 2022. Af því tilefni setti Dögg hjá webdew saman færslu á vef þeirra, með öllum helstu upplýsingum varðandi öryggi og ferðalög á gosstöðvunum. webdew annaðist Efnisskrif á ensku Myndvinnsla (Ljósmyndir ©Alli Möller) Leitarvélabestun […]
Fugl ársins
Fuglavernd stóð annað árið í röð fyrir valinu á fuglí ársins. Fuglavernd leitaði til webdew til þess að útbúa vef til þess að halda utan um tilnefnda fugla, kosningastjóra og svo kosninguna sjálfa, þannig að verkefnið var sett upp í nokkrum skrefum. Vefur í WordPress varð fyrir valinu, enda það vefumsjónarkerfi með ráðandi markaðshlutdeild. Ljósmyndir […]
Eldhúsgaldrar
Eldhúsgaldar.is er uppskriftavefur þar sem Vilko og Prima krydd eru vörumerkin á bak við fjölbreyttar uppskriftir fyrir alla fjölskylduna.
Kjötsmiðjan 30 ára
Kjötsmiðjan fagnaði 30 ára afmæli árið 2020 og af því tilefni var ráðist í að búa til nýjan vef. Kjötsmiðjan er kjötvinnsla en starfrækir einnig kjötbúð að Fosshálsi 27 í Reykjavík. Markmið vefsins voru að gera viðskiptavinum betur kleift að panta vörur úr hinu fjölbreytta og glæsilega vöruúrvali sem Kjötsmiðjan býður uppá. Einnig þurfti að […]
Grimma bókhaldsþjónusta
Bókhalds- og fasteignafélagið Núll tók til starfa í lok árs 2016 og árið 2021 var komið að nafnabreytingu, þá varð til Grimma bókhaldsþjónusta. Grimma bókhaldsþjónusta annast alla alhliða bókhaldsþjónustu, virðisaukaskattskil, launaútreikninga og -greiðslur og veitir jafnt einstaklingum, verktökum, félagasamtökum og fyrirtækjum persónulega bókhaldsþjónustu. Halldóra Ósk Ólafsdóttir er löggildur bókari og það er fínt að geta einbeitt […]
Andrými.is
Snjólaug Ólafsdóttir er konan á bak við Andrými sjálfbærnisetur. Þegar hún kom til mín 2018 var Andrými ráðgjöf. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Við höfum unnið í ímyndarsköpun og sérstöðu Snjólaugar, endurskipulagt vefinn hennar frá grunni, svo hann sé að endurspegla þá þjónustu sem hún veitir. Sett niður stefna, markmið og áætlun […]
Culina.is
Ég tel mikilvægt að taka vefi reglulega til endurskoðunar, ekki ólíkt því að fara með bílinn sinn í skoðun á hverju ári. Um daginn kom Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari og eigandi Culina að máli við mig og langaði til að gera breytingar á vefnum. Hennar aðaláhersla var að gera meira úr veisluþjónustunni á vefnum. Ég byrjaði á […]
Lestur.is
Lestrarmiðstöð í Mjódd býður upp á viðurkenndar greiningar á lesblindu, námskeið og einkatíma fyrir þá sem eru með leshömlun. Þá gefur hún út og selur bókstafaspil sem hjálpa börnum að læra bókstafina og leggja á minnið. Auður B. Kristinsdóttir er eigandi Lestrarmiðstöðvar í Mjódd og heldur úti vefnum lestur.is. Auður er kjarnakona og vill gera […]