Verkvík – Sandtak er traustur samstarfsaðili stærstu fyrirtækja á Íslandi þegar kemur að mannvirkjagerð og viðhaldi fyrir innviði. Helstu verkefni Verkvíkur eru sandblástur, málmhúðun, tæringarvarnir og viðhald t.d. á raflínumöstrum og steyptum mannvirkjum. Óskað var eftir nýjum vef fyrir Verkvík – Sandtak á vormánuðum 2023, enda gamli vefurinn orðinn úr sér genginn, barn síns tíma. Dögg Matthíasdóttir hjá webdew annaðist vefsíðugerð á nýjum vef fyrir Verkvík – Sandtak. Dögg setti saman vefáætlun fyrir Verkvík. Verkvík safnaði saman myndum og allir starfsmenn fóru í myndatöku, til þess að til taks væru nýjar starfsmannamyndir, enda fallegt fólk þarna á ferðinni. Dögg valdi þema til að nota fyrir vefinn og aðlagaði útlit í þemanu að þeim litum sem Verkvík notar eins og í lógóinu sínu. Það er algengt að fyrirtæki séu aðeins að vinna með einn lit, lógólitinn sinn, en fyrir vef þarf að velja amk einn hliðarlit sem getur staðið með lógólitnum t.d. til þess að nota sem lit fyrir hnappa og í „hover“ þegar hangið er yfir hnöppum til að gera virkni á vefnum sýnilega notendum. Dögg las og grisjaði efnið á gamla vefnum til þess að komast að því hvað hægt væri að nota á nýja vefnum. Fyrirtæki vaxa og þroskast og starfsemin tekur breytingum með tímanum. Þegar komin var mynd á núverandi starfsemi, skrifaði Dögg veftexta fyrir Verkvik.is. Dögg annaðist uppsetningu vefsins, samskipti við hýsingaraðila, setti inn efni á vefinn, myndir og texta, leitarvélabestun var í höndum Daggar, sem og prófarkalestur og allar prófanir á snjalltækjum. Verkvík – Sandtak fengu nýjan vef afhentan til reksturs í júní 2023. webdew annaðist Þjónustuskoðun á vef Vefstefnumótun Val á þema Útlit skapað með litum og virkni Efnisskrif fyrir vef Myndvinnsla Leitarvélabestun Vefsíðugerð Prófarkalestur Innsetning á efni Vefstjóri til leigu Prófanir á virkni á öllum snjalltækjum Skoða vefinn Verkvik.is
Eldhúsgaldrar
Eldhúsgaldar.is er uppskriftavefur þar sem Vilko og Prima krydd eru vörumerkin á bak við fjölbreyttar uppskriftir fyrir alla fjölskylduna.