Eldhúsgaldar.is er uppskriftavefur þar sem Vilko og Prima krydd eru vörumerkin á bak við fjölbreyttar uppskriftir fyrir alla fjölskylduna.
Kjötsmiðjan 30 ára
Kjötsmiðjan fagnaði 30 ára afmæli árið 2020 og af því tilefni var ráðist í að búa til nýjan vef. Kjötsmiðjan er kjötvinnsla en starfrækir einnig kjötbúð að Fosshálsi 27 í Reykjavík. Markmið vefsins voru að gera viðskiptavinum betur kleift að panta vörur úr hinu fjölbreytta og glæsilega vöruúrvali sem Kjötsmiðjan býður uppá. Einnig þurfti að bregðast hratt við á þeim tíma þegar vefurinn var í vinnslu, þá skall á farsótt og í snarhasti var viðskiptavinum boðið upp á heimkeyrslu og snertilausar afhendingar. Starfsfólk Kjötsmiðjunnar tók svo við vefnum í rekstur og nýtir hann sem hjartað í sinni markaðssetningu á netinu og á samfélagsmiðlum. Að auki hafa þau nýtt sér Dögg hjá webdew sem vefstjóra til leigu enda frábær sveigjanleiki fólginn í því að geta einbeitt sér að gæðavörum og góðri þjónustu við viðskiptavini sína og fá fagmanneskju til þess að sjá um að uppfæra vefinn. Það sparar bæði tíma og fjármuni til lengri tíma litið. webdew annaðist Vefstefnumótun Vefsíðugerð Hlutverk og markmið skilgreind Veigamestu verkefni vefsins skilgreind Val tæknilegra viðbóta Útlit, litir og grafík valin Myndvinnsla Leitarvélabestun Prófarkalestur Innsetning á efni Vefstjóri til leigu Prófanir á virkni á öllum snjalltækjum Skoða vefinn Kjötsmiðjan.is
Grimma bókhaldsþjónusta
Bókhalds- og fasteignafélagið Núll tók til starfa í lok árs 2016 og árið 2021 var komið að nafnabreytingu, þá varð til Grimma bókhaldsþjónusta. Grimma bókhaldsþjónusta annast alla alhliða bókhaldsþjónustu, virðisaukaskattskil, launaútreikninga og -greiðslur og veitir jafnt einstaklingum, verktökum, félagasamtökum og fyrirtækjum persónulega bókhaldsþjónustu. Halldóra Ósk Ólafsdóttir er löggildur bókari og það er fínt að geta einbeitt sér að þeirri vinnu fyrir viðskiptavini sína, flestum finnst þægilegt að losna við bókhaldsvinnuna og þurfa aðeins að afhenda fylgiskjölin til bókarans. Með breytingunni var leitast við að skapa nýja ímynd, fanga kjarnann í þeirri þjónustu sem verið er að veita og miðla henni til núverandi og nýrra viðskiptavina. webdew annaðist Vefstefnumótun Vefsíðugerð Hlutverk og markmið skilgreind Veigamestu verkefni vefsins skilgreind Val tæknilegra viðbóta Útlit, litir og grafík valin Ljósmyndun Myndvinnsla Leitarvélabestun Prófarkalestur Innsetning á efni Prófanir á virkni á öllum snjalltækjum Skoða vefinn grimma.is
Culina.is
Ég tel mikilvægt að taka vefi reglulega til endurskoðunar, ekki ólíkt því að fara með bílinn sinn í skoðun á hverju ári. Um daginn kom Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari og eigandi Culina að máli við mig og langaði til að gera breytingar á vefnum. Hennar aðaláhersla var að gera meira úr veisluþjónustunni á vefnum. Ég byrjaði á skoða umferðina með greiningartólinu Google Analytics. Það er mjög mikilvægt að átta sig á því þegar um endurskoðun vefs er að ræða að vita hvaðan gestirnir koma, hvaða síður skoða þeir (og hverjar skoða þeir ekki), hve miklum tíma eyða þeir á vefnum og hvaða tæki voru þeir að nota þegar þeir komu í heimsókn. Það er margt fleira sem hægt er að skoða með greiningartólinu og auðvelt að gleyma sér þér. Culina.is 2.0 Efni rýnt og endurskoðað Nýtt efni skrifað Nýtt myndefni Tenglar yfirfarnir Nýtt heildarútlit Ný forsíða með áherslubreytingum Culina.is 1.0 Verið var að vinna nýjan vef fyrir Culina 2014 þegar leiðir okkar Dóru lágu saman. Þá var sett upp nýtt kerfi en allt efni var afritað af gamla vefnum. Hlutverk og markmið vefsins voru endurskilgreind. Nýtt veftré sett upp og efni endurraðað byggt á þeim skilgreindu leitarorðum sem ákveðið var að sækjast eftir. Nýtt efni fyrir nýjar vörur var skrifað. webdew annaðist Grisjun efnis Skilgreining hlutverks og markhópa Textaskrif Myndvinnsla Prófarkalestur Uppsetning á efni Vefráðgjöf Upplýsingaarkitektúr Skoða vefinn Culina.is
Lestur.is
Lestrarmiðstöð í Mjódd býður upp á viðurkenndar greiningar á lesblindu, námskeið og einkatíma fyrir þá sem eru með leshömlun. Þá gefur hún út og selur bókstafaspil sem hjálpa börnum að læra bókstafina og leggja á minnið. Auður B. Kristinsdóttir er eigandi Lestrarmiðstöðvar í Mjódd og heldur úti vefnum lestur.is. Auður er kjarnakona og vill gera hlutina á eigin spýtur. Allt efni á nýja vefnum var endurskoðað frá því sem áður var, endurskrifað af Auði en með leitarvélabestun í huga. webdew annaðist Samskipti við nýjan hýsingaraðila Uppsetningu vefumsjónarkerfis Val á útliti og viðbótum Uppsetningu á tæknilegri virkni s.s. pöntunar og fyrirspurnarform Leitarvélabestun mynda Kennslu á nýja vefumsjónarkerfið Tæknilegar stillingar fyrir tölvupóst í tölvu og síma Allt annað sá Auður um sjálf. Skoða vefinn Lestur.is