Gegnum Hoobla, samfélag sjálfstætt starfandi sérfræðinga, fékk ég það tækifæri á dögunum að vinna frábært verkefni fyrir Íslenska staðla – Staðlaráð Íslands.  Verkefnið var fólgið í því að setja saman markaðsáætlun fyrir þau. Aðaláherslan var að sjálfsögðu lögð á stafrænar markaðsaðgerðir og fólgið í því að skipuleggja hvernig þau geta best nýtt tíma sinn og fjármuni til þess að skila þeim betri vitund um vörumerkið þeirra.    Við tókum góðan kynningarfund, svo fékk ég tíma til að afla gagna, skoða vefinn þeirra, aðra vefi og snertifleti á samfélagsmiðlum. Að loknum skilafundi verður gaman að fylgjast með þeim í framhaldinu, hvernig til tekst. Þau eru strax búin að teygja sig í ávextina sem hengju lágt á trénu eins og að samræma heiti og útlit á samfélagsmiðlunum. Vel gert.  webdew annaðist Þjónustuskoðun á vef Vefstefnumótun Samfélagsmiðla Skoða vefinn Íslenskir staðlar – Staðlaráð Íslands