Fuglavernd stóð annað árið í röð fyrir valinu á fuglí ársins. Fuglavernd leitaði til webdew til þess að útbúa vef til þess að halda utan um tilnefnda fugla, kosningastjóra og svo kosninguna sjálfa, þannig að verkefnið var sett upp í nokkrum skrefum. Vefur í WordPress varð fyrir valinu, enda það vefumsjónarkerfi með ráðandi markaðshlutdeild. Ljósmyndir og upplýsingar um fuglana komu frá starfsmönnum Fuglaverndar og verkefnisstjóra fugls ársins, Brynju Davíðsdóttur. Fyrst var vefurinn settur upp með það að markmiði að ná til kosningastjóra, þ.e. til þeirra aðila sem hafa hug á því að velja sér fugl til að koma honum á framfæri í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Þá var efnið einmitt framsett með það í huga að auðvelt væri að deila því á samfélagsmiðla. Eftir að fuglarnir í framboði höfðu hlotið kosningastjóra, tók við tímabil kosningarinnar. Til þess var valin viðbót, sem takmarkaði kosningaþátttöku við eitt sinn, svo hver þátttakandi í kosningunni fékk aðeins eitt atkvæði. Alls kusu 2100 mannns um fugl ársins 2022 og hlaut maríuerla yfirburðakosningu og sigraði með 21% atkvæða. webdew annaðist Vefstefnumótun Vefsíðugerð Hlutverk og markmið skilgreind Veigamestu verkefni vefsins skilgreind Val tæknilegra viðbóta Útlit, litir og grafík valin Myndvinnsla Leitarvélabestun Prófarkalestur Innsetning á efni Vefstjóri til leigu Prófanir á virkni á öllum snjalltækjum Skoða vefinn Fuglársins.is
Culina.is
Ég tel mikilvægt að taka vefi reglulega til endurskoðunar, ekki ólíkt því að fara með bílinn sinn í skoðun á hverju ári. Um daginn kom Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari og eigandi Culina að máli við mig og langaði til að gera breytingar á vefnum. Hennar aðaláhersla var að gera meira úr veisluþjónustunni á vefnum. Ég byrjaði á skoða umferðina með greiningartólinu Google Analytics. Það er mjög mikilvægt að átta sig á því þegar um endurskoðun vefs er að ræða að vita hvaðan gestirnir koma, hvaða síður skoða þeir (og hverjar skoða þeir ekki), hve miklum tíma eyða þeir á vefnum og hvaða tæki voru þeir að nota þegar þeir komu í heimsókn. Það er margt fleira sem hægt er að skoða með greiningartólinu og auðvelt að gleyma sér þér. Culina.is 2.0 Efni rýnt og endurskoðað Nýtt efni skrifað Nýtt myndefni Tenglar yfirfarnir Nýtt heildarútlit Ný forsíða með áherslubreytingum Culina.is 1.0 Verið var að vinna nýjan vef fyrir Culina 2014 þegar leiðir okkar Dóru lágu saman. Þá var sett upp nýtt kerfi en allt efni var afritað af gamla vefnum. Hlutverk og markmið vefsins voru endurskilgreind. Nýtt veftré sett upp og efni endurraðað byggt á þeim skilgreindu leitarorðum sem ákveðið var að sækjast eftir. Nýtt efni fyrir nýjar vörur var skrifað. webdew annaðist Grisjun efnis Skilgreining hlutverks og markhópa Textaskrif Myndvinnsla Prófarkalestur Uppsetning á efni Vefráðgjöf Upplýsingaarkitektúr Skoða vefinn Culina.is
Lestur.is
Lestrarmiðstöð í Mjódd býður upp á viðurkenndar greiningar á lesblindu, námskeið og einkatíma fyrir þá sem eru með leshömlun. Þá gefur hún út og selur bókstafaspil sem hjálpa börnum að læra bókstafina og leggja á minnið. Auður B. Kristinsdóttir er eigandi Lestrarmiðstöðvar í Mjódd og heldur úti vefnum lestur.is. Auður er kjarnakona og vill gera hlutina á eigin spýtur. Allt efni á nýja vefnum var endurskoðað frá því sem áður var, endurskrifað af Auði en með leitarvélabestun í huga. webdew annaðist Samskipti við nýjan hýsingaraðila Uppsetningu vefumsjónarkerfis Val á útliti og viðbótum Uppsetningu á tæknilegri virkni s.s. pöntunar og fyrirspurnarform Leitarvélabestun mynda Kennslu á nýja vefumsjónarkerfið Tæknilegar stillingar fyrir tölvupóst í tölvu og síma Allt annað sá Auður um sjálf. Skoða vefinn Lestur.is