
Matstofan
Í samvinnu við auglýsingastofuna Árnasyni hefur webdew unnið fyrir Matstofuna á Höfðabakka 1. Matstofan framreiðir heimilismat í hádeginu, virka daga, á sanngjörnu verði.
Unnið var nýtt útlit fyrir vefinn, ljósmyndir teknar til notkunar á vefnum og samfélagsmiðlum. ný virkni fundin til að einfalda vinnu við að setja upp matseðil dagsins og matseðil vikunnar.
Sérstaklega var unnið að leitarvélabestun fyrir Matstofuna, ekki aðeins á nýja vefnum sjálfum heldur heildstætt unnið að því að bæta niðurstöður í leitarvélum.
Að auki voru gerðar nýjar merkingar á framhlið Matstofunnar og einblöðungur var brotinn um og prentaður sem dreift var til fyrirtækja í völdum póstnúmerum. Þannig kemur webdew einnig að markaðssetningu með hefðbundnum miðlum, enda mikilvægt að ímynd og skilaboð hefðbundinna og stafrænna miðla séu í takt.
webdew annaðist
- Vefráðgjöf
- Virkni í viðbótum fundin og prófuð
- Innleiðing og kennsla
- Stílisering ljósmynda
- Textaskrif fyrir vef og einblöðung
- Tenglun við viðskiptavin
- Verkefnastýring
Skoða vefinn
Skoða bæklinginn