Ingibjörg Gréta Gísladóttir hafði samband við Dögg hjá webdew.is og var í uppnámi, ofandaði í símann því það var hreinlega allt í skralli. Viðburðir sem birtast áttu á vefnum birtust bara alls ekki. Dögg skoðaði málið og bakenda vefsins. Í bakendanum var allt orðið stútfullt af viðbótum (e. Plugins) sem enginn var lengur að nota og voru ekki neinum til gagns. Útlitið (e. Theme) var sérsniðið og það var bara alls ekki að virka. Dögg lagaði því til í bakendanum, tók út viðbætur sem ekki voru lengur í notkun og að lokum var einnig skipt um útlit á vefnum.Þessar breytingar urðu til þess að notendur í bakendanum geta nú auðveldlega unnið að þeim verkefnum sem þeir þurfa, eins og að setja inn fréttir og stofna nýja viðburði, sem birtast í heildardagskrá Funda fólksins, en líka með því að setja flokka (e. Categories) var hægt að birta viðburði sem tilheyra Lýðræðishátíð unga fólksins á sér síðu, þar sem aðeins birtast viðeigandi viðburðir. Niðurstaða: Allir glaðir og geta notað einfaldan WordPress vef, eins og til var ætlast. webdew annaðist Þjónustuskoðun á vef Vefstefnumótun Val á þema Útlit skapað með litum og virkni Vefsíðugerð Prófarkalestur Innsetning á efni Vefstjóri til leigu Prófanir á virkni á öllum snjalltækjum Skoða vefinn Fundur fólksins
Gleraugnabúðin Mjódd
Gleraugnabúðin í Mjódd býður vönduð gleraugu á hagstæðu verði. Gleraugnabúðin í Mjódd annast sjónmælingar og aðstoðar þig við val á umgjörðum. Hjá Gleraugnabúðinni í Mjódd getur þú valið úr vönduðu úrvali af gleraugum fyrir alla aldurshópa og öll helstu verkefni. Gleraugnabúðin í Mjódd er með vef og Dögg hjá webdew framkvæmdi þjónustuskoðun á vefnum árið 2022. Vefurinn var í ágætu ástandi, en eins og alltaf þegar þjónustuskoðun á vef er framkvæmd, koma í ljós þarfar úrbætur, sem oftast er auðvelt að hrinda í framkvæmd. Í tilfelli Gleraugnabúðarinnar var ekki búið að setja upp greiningartólið Google Analytics, svo að það lágu engar upplýsingar fyrir um notkun notenda á vefnum. Með því að hafa greiningartól uppsett er hægt að svara spurningum eins og hvaða tæki notendur nota þegar þeir heimsækja vefinn, nota þeir snjallsíma eða tölvur? Eins er hægt að fá mikilvægar upplýsingar um fjölda notenda, fjölda heimsókna, lengd heimsóknanna, hversu margar síður vefsins eru skoðaðar, hvaða vefsíður eru skoðaðar og svo mætti áfram lengi telja. Það er því alveg jafn mikilvægt að hafa greiningartól eins og að þekkja þá viðskiptavini sem koma í verslunina, þá veistu hvað þeir vilja og getur betur komið til móts við þarfir þeirra. Þrátt fyrir að skorta nauðsynlegar upplýsingar var hægt að ráðast í ýmsar úrbætur. Uppsett þema á vefnum var ágætt til sýns brúks, en það hafði þó ekki verið aðlagað nægilega vel til að skalast á snjallsímum. Efni vefsins var því yfirfarið, samræmt og leiðrétt og sérstaklega skoðað fyrir farsíma. Þá var farið yfir vefinn með leitarvélabestun í huga og gerðar úrbætur í þeim efnum. webdew annaðist Þjónustuskoðun á vef Leitarvélabestun Prófarkalestur Innsetning á efni Vefstjóri til leigu Prófanir á virkni á öllum snjalltækjum Skoða vefinn Gleraugnabúðin Mjódd