Nýr vefur adastratravel.com var settur í loftið í sumar eftir fulla meðgöngu. Ad Astra er latína og merkir til stjarnanna og á bak við Ad Astra Travel nafnið er persónuleg saga. Ad Astra Travel er ferðaskrifstofa sem selur sérhannaðar ferðir á Íslandi og markmið vefsins er að ná til rétta markhópsins, betur borgandi erlendra ferðamanna sem vilja fá fulla þjónustu á sínum ferðum. Ferðamennirnir sem verið er að höfða til gista á glæsilegustu hótelum á Íslandi, ferðast með stæl á þyrlum, einkaþotum og glæsikerrum, fá reynda leiðsögumenn með sér í ferðirnar og þjónustuaðilarnir þegar kemur að afþreyingu eru handvaldir og traustsins verðir þegar kemur að því að veita góða þjónustu og tryggja öryggi ferðamanna í hvívetna. Mikill metnaður og vinna var lögð í framsetningu efnis á vefnum, en allur texti vefsins er á ensku, með það að markmiði að koma réttum skilaboðum til rétta markhópsins. Þannig er verið að reyna að sneiða hjá þeim fyrirspurnum sem eru ólíklegar til þess að leiða til viðskipta og skipulagningar ferða sem ekki verður svo af. Vörumerki Ad Astra Travel hannaði Sveinbjörn Pálsson grafískur hönnuður, https://www.sveinbjorn.com/. Við val á útliti vefsins og litanotkun var stuðst við útlit vörumerkisins, til þess að ná fram samræmdum tón. Margar ljósmyndir og myndband á forsíðu myndaði Sigurður Stefnisson sem einnig starfar sem leiðsögumaður, meðal annara fyrir Ad Astra Travel. Ljósmyndir eru frá þjónustuaðilum og samstarfsaðilum eins og Bláa Lóninu, Deplar Farm by Eleven Experience, Kerlingarfjöll Highland Base og Dalur Luxury. Þá eru á vefnum ljósmyndir frá ferðaskrifstofunni Ad Astra Travel sem og ljósmyndir frá leiðsögumönnum. Ferðaskrifstofan Ad Astra Travel er í eigu Kristínar Birnu Óðinsdóttur sem státar af áralangri reynslu í sölu lúxusferða til Íslands og leggur metnað í gæði og góða þjónustu með öryggi ferðamanna að leiðarljósi. webdew annaðist Efnisskrif Ljósmyndun Vefstefnumótun Val á þema Útlit skapað með litum og virkni Leitarvélabestun Vefsíðugerð Prófarkalestur Innsetning á efni Vefstjóri til leigu Prófanir á virkni á öllum snjalltækjum Skoða vefinn Adastratravel.com
Sailing.is
Sailing.is er vefur siglingaklúbbsins Þyts en starfsemi þeirra er að Strandgötu 88 við Hafnarfjarðarhöfn.
Grænfáninn.is
Grænfáninn er verkefni Landverndar og í alþjóðlegu samstarfi við Eco Scools.
Keyrt og kokkað.is
Rögnvaldur Guðbrandsson er ökuleiðsögumaður og matreiðslumeistari og fyrir hann vann Dögg Matthíasdóttir viðurkenndur stafrænn markaðssérfræðingur hjá webdew.is einfaldan vef í janúar 2024. Rögnvaldur Guðbrandsson útskrifaðist sem matreiðslumeistari árið 1989. Gegnum tíðina hefur hann starfað á fjölmörgum af betri veitingahúsum landsins, Hótel Holt, Jónatan Livingstone mávur, Hótel Stykkishólmur, Rub 23 svo dæmi séu nefnd. Rögnvaldur Guðbrandsson hefur verið sjálfstætt starfandi ökuleiðsögumaður frá árinu 2015. Sem ökuleiðsögumaður starfar hann fyrir vandaðar og viðurkenndar ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur. Rögnvaldur getur starfað sem matreiðslumeistari eða ökuleiðsögumaður eða hvort tveggja í senn. Með Rögnvaldi á Raminum geta að hámarki verið 4 farþegar í dagsferð og veislu slegið upp á áfangastað. Ef um stærri hópa er að ræða, er veislan tilbúin þegar hópurinn kemur á áfangastað, Rögnvaldur hittir þá hópinn á fyrirfram ákveðnum stað. Ljósmyndir tók Dögg í ferð með Rögnvaldi í Kerlingafjöll, þar sem hann sló upp veislu, en á vefinn voru einning notaðar ljósmyndir sem Rögnvaldur hefur sjálfur tekið á sínum ferðum. Til þess að skrifa efni fyrir vefinn, settumst við Röggi nokkrum sinnum niður yfir kaffibolla, til þess að ná niður á blað einhverjum punktum um feril hans sem ökuleiðsögumanns og matreiðslumeistara hingað til. Í framhaldinu var þjónustan mótuð og samhliða vinnslu við vefinn fékk Röggi líka ráðgjöf varðandi samfélagsmiðla. webdew annaðist Efnisskrif Ljósmyndun Vefstefnumótun Val á þema Útlit skapað með litum og virkni Leitarvélabestun Vefsíðugerð Prófarkalestur Innsetning á efni Vefstjóri til leigu Prófanir á virkni á öllum snjalltækjum Skoða vefinn Keyrtogkokkad.is
Julli.is
Júlli fór af stað með Jólavef Júlla árið 1999 og hefur þar safnað saman fróðleik og skemmtun um allt á milli himins og jarðar sem tengist jólunum. Vefurinn hefur gegnum tíðina notið mikilla vinsælda hjá börnum og þeim sem starfa með börnum eins og kennurum. Vefurinn var kominn vel til ára sinna, hafði síðast verið uppfærður um 2013. Því var það krefjandi verkefni að koma öllu efni vefsins til skila á ný. Til viðbótar hafði Júlli óskir um að gera lifandi magasín vef, vef með fréttum frá Dalvík og nágrenni auk pistla frá Dalvíkingum víðs vegar um veröldina. Auk þess er fyrirhugað að setja á vefinn efni um heimahagana, eins og Bakkabræður, Dalvíkurskjálftann og Jóhann risa. Matarsíða áhugamannsins þarf líka að fá sinn sess, þar sem í fórum Júlla er til ógrynni uppskrifta, sérstaklega af fiskréttum enda Júlli búin að halda utan um Fiskidaginn mikla i 23 ár, þó nú sé komið að leiðarlokum. Veðrið er svo eitt af hugðarefnunum enda veðurklúbbur starfræktur á Dalvík sem hittist reglulega og gefur út veðurspá fyrir komandi tíð, byggt á tunglkomum og áratuga reynslu. Auk þess settum við veðurspá frá Blíku á vefinn, sem birtir veðurspá fyrir valda staði eins og Dimmuborgir en eins og allir vita eiga jólasveinarnir heima þar. Jóladagatalið var sett upp fyrir 24 daga í desember og þar er hægt að opna nýjan glugga þegar dagurinn er runninn upp. Getraunir og gátur og ef þú svarar rétt, geturðu sent jólavefnum póst, þar sem þú ferð í pott og átt möguleika á glæsilegum vinningum. Júlli.is og vinnan við hann er búið að vera frábært verkefni að vinna og skemmtilegt að taka þátt í að halda í gömlu jólahefðirnar okkar. Hvað framtíðin ber í skauti sér veit enginn frekar en hvað það verður sem þú færð í jólagjöf. webdew annaðist Þjónustuskoðun á vef Vefstefnumótun Val á þema Útlit skapað með litum og virkni Leitarvélabestun Vefsíðugerð Prófarkalestur Innsetning á efni Vefstjóri til leigu Prófanir á virkni á öllum snjalltækjum Skoða vefinn Julli.is
Fundur fólksins – Lýðræðishátíð unga fólksins
Ingibjörg Gréta Gísladóttir hafði samband við Dögg hjá webdew.is og var í uppnámi, ofandaði í símann því það var hreinlega allt í skralli. Viðburðir sem birtast áttu á vefnum birtust bara alls ekki. Dögg skoðaði málið og bakenda vefsins. Í bakendanum var allt orðið stútfullt af viðbótum (e. Plugins) sem enginn var lengur að nota og voru ekki neinum til gagns. Útlitið (e. Theme) var sérsniðið og það var bara alls ekki að virka. Dögg lagaði því til í bakendanum, tók út viðbætur sem ekki voru lengur í notkun og að lokum var einnig skipt um útlit á vefnum.Þessar breytingar urðu til þess að notendur í bakendanum geta nú auðveldlega unnið að þeim verkefnum sem þeir þurfa, eins og að setja inn fréttir og stofna nýja viðburði, sem birtast í heildardagskrá Funda fólksins, en líka með því að setja flokka (e. Categories) var hægt að birta viðburði sem tilheyra Lýðræðishátíð unga fólksins á sér síðu, þar sem aðeins birtast viðeigandi viðburðir. Niðurstaða: Allir glaðir og geta notað einfaldan WordPress vef, eins og til var ætlast. webdew annaðist Þjónustuskoðun á vef Vefstefnumótun Val á þema Útlit skapað með litum og virkni Vefsíðugerð Prófarkalestur Innsetning á efni Vefstjóri til leigu Prófanir á virkni á öllum snjalltækjum Skoða vefinn Fundur fólksins
Verkvík – Sandtak
Verkvík – Sandtak er traustur samstarfsaðili stærstu fyrirtækja á Íslandi þegar kemur að mannvirkjagerð og viðhaldi fyrir innviði. Helstu verkefni Verkvíkur eru sandblástur, málmhúðun, tæringarvarnir og viðhald t.d. á raflínumöstrum og steyptum mannvirkjum. Óskað var eftir nýjum vef fyrir Verkvík – Sandtak á vormánuðum 2023, enda gamli vefurinn orðinn úr sér genginn, barn síns tíma. Dögg Matthíasdóttir hjá webdew annaðist vefsíðugerð á nýjum vef fyrir Verkvík – Sandtak. Dögg setti saman vefáætlun fyrir Verkvík. Verkvík safnaði saman myndum og allir starfsmenn fóru í myndatöku, til þess að til taks væru nýjar starfsmannamyndir, enda fallegt fólk þarna á ferðinni. Dögg valdi þema til að nota fyrir vefinn og aðlagaði útlit í þemanu að þeim litum sem Verkvík notar eins og í lógóinu sínu. Það er algengt að fyrirtæki séu aðeins að vinna með einn lit, lógólitinn sinn, en fyrir vef þarf að velja amk einn hliðarlit sem getur staðið með lógólitnum t.d. til þess að nota sem lit fyrir hnappa og í „hover“ þegar hangið er yfir hnöppum til að gera virkni á vefnum sýnilega notendum. Dögg las og grisjaði efnið á gamla vefnum til þess að komast að því hvað hægt væri að nota á nýja vefnum. Fyrirtæki vaxa og þroskast og starfsemin tekur breytingum með tímanum. Þegar komin var mynd á núverandi starfsemi, skrifaði Dögg veftexta fyrir Verkvik.is. Dögg annaðist uppsetningu vefsins, samskipti við hýsingaraðila, setti inn efni á vefinn, myndir og texta, leitarvélabestun var í höndum Daggar, sem og prófarkalestur og allar prófanir á snjalltækjum. Verkvík – Sandtak fengu nýjan vef afhentan til reksturs í júní 2023. webdew annaðist Þjónustuskoðun á vef Vefstefnumótun Val á þema Útlit skapað með litum og virkni Efnisskrif fyrir vef Myndvinnsla Leitarvélabestun Vefsíðugerð Prófarkalestur Innsetning á efni Vefstjóri til leigu Prófanir á virkni á öllum snjalltækjum Skoða vefinn Verkvik.is
Mýranaut
Mýranaut ehf er nautgriparæktun í eigu hjónanna Hönnu S. Kjartansdóttur kennara og Anders Larsen landbúnaðarvélvirka á Leirulæk á Mýrunum við ósa Langár. Mýranaut leggur metnað í að rækta úrvals nautgripi til kjötframleiðslu og selur gæðakjöt beint frá býli til neytenda. Gamli vefurinn var kominn vel til ára sinna og mikil þörf á að búa til nýjan vef, sem virkaði betur á snjallsímum. Dögg hjá webdew tók að sér að gera nýjan vef fyrir Mýranaut. Markmiðið var að fá vefinn til að virka vel á snjallsímum og gera notendum kleift að panta bragðgott og meyrt ungnautakjöt beint frá býli og fá heimsent. Pöntunarformið er því hjartað í nýja vefnum meðan nautgriparæktin er sálin, því mikill metnaður er lagður í að koma til móts við þarfir og óskir viðskiptavina. webdew annaðist Vefsíðugerð Efnisskrif Val á myndefni Val á útliti, þema og viðbótum Leitarvélabestun Prófarkalestur Innsetning á efni Vefstjóri til leigu Prófanir á virkni á öllum snjalltækjum Skoða vefinn Mýranaut.is
Fugl ársins
Fuglavernd stóð annað árið í röð fyrir valinu á fuglí ársins. Fuglavernd leitaði til webdew til þess að útbúa vef til þess að halda utan um tilnefnda fugla, kosningastjóra og svo kosninguna sjálfa, þannig að verkefnið var sett upp í nokkrum skrefum. Vefur í WordPress varð fyrir valinu, enda það vefumsjónarkerfi með ráðandi markaðshlutdeild. Ljósmyndir og upplýsingar um fuglana komu frá starfsmönnum Fuglaverndar og verkefnisstjóra fugls ársins, Brynju Davíðsdóttur. Fyrst var vefurinn settur upp með það að markmiði að ná til kosningastjóra, þ.e. til þeirra aðila sem hafa hug á því að velja sér fugl til að koma honum á framfæri í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Þá var efnið einmitt framsett með það í huga að auðvelt væri að deila því á samfélagsmiðla. Eftir að fuglarnir í framboði höfðu hlotið kosningastjóra, tók við tímabil kosningarinnar. Til þess var valin viðbót, sem takmarkaði kosningaþátttöku við eitt sinn, svo hver þátttakandi í kosningunni fékk aðeins eitt atkvæði. Alls kusu 2100 mannns um fugl ársins 2022 og hlaut maríuerla yfirburðakosningu og sigraði með 21% atkvæða. webdew annaðist Vefstefnumótun Vefsíðugerð Hlutverk og markmið skilgreind Veigamestu verkefni vefsins skilgreind Val tæknilegra viðbóta Útlit, litir og grafík valin Myndvinnsla Leitarvélabestun Prófarkalestur Innsetning á efni Vefstjóri til leigu Prófanir á virkni á öllum snjalltækjum Skoða vefinn Fuglársins.is
Eldhúsgaldrar
Eldhúsgaldar.is er uppskriftavefur þar sem Vilko og Prima krydd eru vörumerkin á bak við fjölbreyttar uppskriftir fyrir alla fjölskylduna.
Kjötsmiðjan 30 ára
Kjötsmiðjan fagnaði 30 ára afmæli árið 2020 og af því tilefni var ráðist í að búa til nýjan vef. Kjötsmiðjan er kjötvinnsla en starfrækir einnig kjötbúð að Fosshálsi 27 í Reykjavík. Markmið vefsins voru að gera viðskiptavinum betur kleift að panta vörur úr hinu fjölbreytta og glæsilega vöruúrvali sem Kjötsmiðjan býður uppá. Einnig þurfti að bregðast hratt við á þeim tíma þegar vefurinn var í vinnslu, þá skall á farsótt og í snarhasti var viðskiptavinum boðið upp á heimkeyrslu og snertilausar afhendingar. Starfsfólk Kjötsmiðjunnar tók svo við vefnum í rekstur og nýtir hann sem hjartað í sinni markaðssetningu á netinu og á samfélagsmiðlum. Að auki hafa þau nýtt sér Dögg hjá webdew sem vefstjóra til leigu enda frábær sveigjanleiki fólginn í því að geta einbeitt sér að gæðavörum og góðri þjónustu við viðskiptavini sína og fá fagmanneskju til þess að sjá um að uppfæra vefinn. Það sparar bæði tíma og fjármuni til lengri tíma litið. webdew annaðist Vefstefnumótun Vefsíðugerð Hlutverk og markmið skilgreind Veigamestu verkefni vefsins skilgreind Val tæknilegra viðbóta Útlit, litir og grafík valin Myndvinnsla Leitarvélabestun Prófarkalestur Innsetning á efni Vefstjóri til leigu Prófanir á virkni á öllum snjalltækjum Skoða vefinn Kjötsmiðjan.is
Grimma bókhaldsþjónusta
Bókhalds- og fasteignafélagið Núll tók til starfa í lok árs 2016 og árið 2021 var komið að nafnabreytingu, þá varð til Grimma bókhaldsþjónusta. Grimma bókhaldsþjónusta annast alla alhliða bókhaldsþjónustu, virðisaukaskattskil, launaútreikninga og -greiðslur og veitir jafnt einstaklingum, verktökum, félagasamtökum og fyrirtækjum persónulega bókhaldsþjónustu. Halldóra Ósk Ólafsdóttir er löggildur bókari og það er fínt að geta einbeitt sér að þeirri vinnu fyrir viðskiptavini sína, flestum finnst þægilegt að losna við bókhaldsvinnuna og þurfa aðeins að afhenda fylgiskjölin til bókarans. Með breytingunni var leitast við að skapa nýja ímynd, fanga kjarnann í þeirri þjónustu sem verið er að veita og miðla henni til núverandi og nýrra viðskiptavina. webdew annaðist Vefstefnumótun Vefsíðugerð Hlutverk og markmið skilgreind Veigamestu verkefni vefsins skilgreind Val tæknilegra viðbóta Útlit, litir og grafík valin Ljósmyndun Myndvinnsla Leitarvélabestun Prófarkalestur Innsetning á efni Prófanir á virkni á öllum snjalltækjum Skoða vefinn grimma.is
Andrými.is
Snjólaug Ólafsdóttir er konan á bak við Andrými sjálfbærnisetur. Þegar hún kom til mín 2018 var Andrými ráðgjöf. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Við höfum unnið í ímyndarsköpun og sérstöðu Snjólaugar, endurskipulagt vefinn hennar frá grunni, svo hann sé að endurspegla þá þjónustu sem hún veitir. Sett niður stefna, markmið og áætlun um birtingu og tíðni pistla og flæðis á milli vefs, samfélagsmiðla og tíðni póstsendinga með markaðsherferð með tölvupósti. webdew annaðist Vefstefnumótun Vefsíðugerð Hlutverk og markmið skilgreind Veigamestu verkefni vefsins skilgreind Val tæknilegra viðbóta Útlit, litir og grafík valin Myndvinnsla Prófarkalestur Innsetning á efni Leitarvélabestun Markaðssetning á netinu Prófanir á virkni á öllum snjalltækjum Skoða vefinn Andrými.is
Culina.is
Ég tel mikilvægt að taka vefi reglulega til endurskoðunar, ekki ólíkt því að fara með bílinn sinn í skoðun á hverju ári. Um daginn kom Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari og eigandi Culina að máli við mig og langaði til að gera breytingar á vefnum. Hennar aðaláhersla var að gera meira úr veisluþjónustunni á vefnum. Ég byrjaði á skoða umferðina með greiningartólinu Google Analytics. Það er mjög mikilvægt að átta sig á því þegar um endurskoðun vefs er að ræða að vita hvaðan gestirnir koma, hvaða síður skoða þeir (og hverjar skoða þeir ekki), hve miklum tíma eyða þeir á vefnum og hvaða tæki voru þeir að nota þegar þeir komu í heimsókn. Það er margt fleira sem hægt er að skoða með greiningartólinu og auðvelt að gleyma sér þér. Culina.is 2.0 Efni rýnt og endurskoðað Nýtt efni skrifað Nýtt myndefni Tenglar yfirfarnir Nýtt heildarútlit Ný forsíða með áherslubreytingum Culina.is 1.0 Verið var að vinna nýjan vef fyrir Culina 2014 þegar leiðir okkar Dóru lágu saman. Þá var sett upp nýtt kerfi en allt efni var afritað af gamla vefnum. Hlutverk og markmið vefsins voru endurskilgreind. Nýtt veftré sett upp og efni endurraðað byggt á þeim skilgreindu leitarorðum sem ákveðið var að sækjast eftir. Nýtt efni fyrir nýjar vörur var skrifað. webdew annaðist Grisjun efnis Skilgreining hlutverks og markhópa Textaskrif Myndvinnsla Prófarkalestur Uppsetning á efni Vefráðgjöf Upplýsingaarkitektúr Skoða vefinn Culina.is
Lestur.is
Lestrarmiðstöð í Mjódd býður upp á viðurkenndar greiningar á lesblindu, námskeið og einkatíma fyrir þá sem eru með leshömlun. Þá gefur hún út og selur bókstafaspil sem hjálpa börnum að læra bókstafina og leggja á minnið. Auður B. Kristinsdóttir er eigandi Lestrarmiðstöðvar í Mjódd og heldur úti vefnum lestur.is. Auður er kjarnakona og vill gera hlutina á eigin spýtur. Allt efni á nýja vefnum var endurskoðað frá því sem áður var, endurskrifað af Auði en með leitarvélabestun í huga. webdew annaðist Samskipti við nýjan hýsingaraðila Uppsetningu vefumsjónarkerfis Val á útliti og viðbótum Uppsetningu á tæknilegri virkni s.s. pöntunar og fyrirspurnarform Leitarvélabestun mynda Kennslu á nýja vefumsjónarkerfið Tæknilegar stillingar fyrir tölvupóst í tölvu og síma Allt annað sá Auður um sjálf. Skoða vefinn Lestur.is