Sniglar, bifhjólasamtök lýðveldisins eru Samtök áhugafólks um öruggan akstur bifjhóla sem stuðla að bættri umferðarmenningu og fræðslu. Hagsmunamál bifhjólamanna eru unnin í samstarfi við fjölmarga aðila, innanlands og utan, opinbera aðila eins og Vegagerðina til að nefna dæmi. Sniglarnir standa fyrir öflugu og fjölbreyttu félagsstarfi árið um kring. Opið hús á miðvikudögum á sumin í félagsheimili Snigla að Skeljanesi, 102 Reykjavík. Yfir vetrartímann eru opin hús fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði. Allir bifhjólamenn velkomnir, nýir félagar sem og gamlir og alltaf heitt á könnunni, sögur og spjall með kaffinu. Fyrir félagasamtök eins og Sniglana er góður vefur mikilvægur þáttur í félagsstarfinu og samskiptum við félaga, sem og samfélagsmiðlar. Vefurinn er með fréttir af félagsstarfinu, viðburðadagatali (því það eru jú ekki allir á samfélagsmiðlum) og vefverslun þar sem ýmiss varningur merktur Sniglunum er til sölu. Á vefnum er hægt að gerast félagi með því að fylla út umsókn. Þá eru síður um starfsemi félagsins og félagsheimili, lög og sögu, ársreikningar til opinberrar birtingar og allt það helsta sem starfsemi félagasamtaka útheimtir. Dögg Matthíasdóttir hjá webdew sá um efnisskrif á vefinn, vefstefnumótun, val á þema og skapaði útlit vefsins með litapallettu og virkni. Vefverslun var einnig uppsett, prófuð og tengd við greiðslugátt Teyja. Efnisinnsetning, prófarkalestur og þýðingar á þeim viðbótum sem þarf. Prófanir á virkni vefsins á öllum snjalltækjum. webdew annaðist Efnisskrif Vefstefnumótun Val á þema Útlit skapað með litum og virkni Leitarvélabestun Vefsíðugerð Vefverslun Tenging við greiðslugátt Prófarkalestur Innsetning á efni Vefstjóri til leigu Prófanir á virkni á öllum snjalltækjum Skoða vefinn Sniglar.is