Súper sunnudagur: Auglýsingarnar

Fyrir okkur markaðsnördana, þá eru sjónvarpsauglýsingar efni til áhorfs út af fyrir sig.  Einn af hátindunum á hverju ári eru sjónvarpsauglýsingarnar sem sýndar eru á súper sunnudegi (e. Super Sunday) þegar úrslitaleik NFL er sjónvarpað.

Til að birta hverja 30 sekúndna auglýsingu þarf að borga um $4,5 milljón (um 600 milljónir í íslenskum krónum). Þannig að það er ekkert smáræði sem er í húfi. Áætlað sjónvarpsáhorf í Bandaríkjunum eru um 120 milljónir manna, sem margfaldast með netáhorfi.

Reyndar er einnig hægt að horfa á sumar auglýsingarnar á netinu áður en þær eru sýndar á meðan leiknum stendur. Og eftir sýningu eru alls konar spekúlantar að gefa einkunnir og ég veit ekki hvað og hvað, þá horfum við á auglýsingarnar aftur og aftur.

Sjónvarpsauglýsingar eru miðill sem er sérlega vel til þess fallinn að vekja tilfinningaleg viðbrögð, við hlæjum, grátum, finnum til samkenndar. Allt í þeim tilgangi að festa okkur í minni ákveðin vörumerki og fá okkur til þess að kaupa ákveðnar vörur. Hvað er fallið til þess að skila árangri, dæmi hver fyrir sig.

Yahoo var svo yndælt að taka saman lista með Súper sunnudags auglýsingunum.

 

  • All Posts
  • Google Auglýsingar
  • Samfélagsmiðlar
  • Stafræn markaðssetning
  • Undarlegt ferðalag
  • Vefsíðugerð
  • Vefstefnumótun
  • Vefur vikunnar
  • Vefverslun
Fleiri greinar

End of Content.

Hafðu samband

Hvaða samskiptaleið hentar þér? Settu þig í samband við mig. 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

© 2024 Allur réttur áskilinn 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Leitið og þér munið finna