webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Edit Template

Guðrún Gunnars – Skandinavía

Guðrún Gunnars söngkona býður til tónleika í Salnum ásamt 7 manna hljómsveit undir stjórn Ásgeirs Ásgeirssonar gítarleikara.  Hópurinn mun flytja lög eftir skandinavísk söngvaskáld, lög sem við heyrum sjaldan eða aldrei á öldum ljósvakanna hér heima og eru sum þekkt, önnur óþekkt. 

Lög Bremnes systkinana norsku, Kari, Lars og Ola, verða fyrirferðarmikil en Cornelis Vreeswijk fær að fljóta með og  fleiri lagahöfundar.  

Textarnir eru eftir Aðalstein Ásberg skáld og lögin eru sum hver af sólóplötum Guðrúnar en þjóðlaga og vísnatónlist hefur alltaf staðið hjarta söngkonunnar nærri eins og heyra má á þeim 6 sólóplötum sem komið hafa út með henni. 

Þessi tónlist er hugljúf og textarnir hans Aðalsteins frábærir.  Komdu og njóttu þess að fara með Guðrúnu Gunnars og hljómsveit í einstakt tónlistarferðalag. 

Guðrún og hennar teymi höfðu samband og óskuðu eftir samfélagsmiðlaherferð, auglýsingaherferð með það að markmiði að selja miða á tónleikana. 

Uppsetning aðgangsstýringa er sennilega stærsti þröskuldurinn til að yfirstíga áður en hægt er að fara af stað og það þarf að beita þolinmæði þegar átt er við Meta. 

Þegar inn er komið eru í boði margvíslega tæki og tól til að koma viðburði sem þessum á framfæri. Margar leiðir í boði, en mikilvægast af öllu er að vera með grunninn á hreinu:

  • Hver er markhópurinn?
  • Hver eru skilaboðin?
  • Hvað fjármagn er til ráðstöfunar?

Mér þykir ávallt mikilvægt að á sama tíma og ég set auglýsingaherferð á samfélagsmiðlum í gang að yfirfara allar grunnupplýsingar þeirrar síðu sem er auglýsandi. Atriði eins og:

  • Prófílmynd
  • Forsíðumynd (cover photo)
  • netfang, símanúmer
  • lendingarsíður

Grunnupplýsingarnar þurfa að vera 100% og allra best ef allt er í samræmi. 

Auglýsingaherferð á samfélagsmiðlum Meta þarfnast réttrar uppsetningar, vöktunar og eftirfylgni. Já, þetta er vinna. 

webdew annaðist

  • Auglýsingaherferð á samfélagsmiðlum Meta

Skoða FB síðuna

Hafðu samband

Hvaða samskiptaleið hentar þér? Settu þig í samband við mig. 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

© 2025 Allur réttur áskilinn

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Leitið og þér munið finna