End of Content.
Vefsíðugerð er bæði skemmtileg og skondin. Ég tala ekki um heimasíðugerð, heimasíðan er ein síða á vefnum þínum og oft líka kölluð forsíða. Aðrar vefsíður eru undirsíður, lendingarsíður, upplýsingasíður, sölusíður og þess vegna vil ég segja vefsíðugerð en ekki heimasíðugerð um mína vinnu.
Í vefsíðugerðinni eru fólgnir margir mismunandi þættir. Fyrst af öllu er þarfagreining eða kannski frekar væntingastjórnun, því það er mjög mikilvægt að allir aðilar séu með sama skilning á hlutunum áður en lagt er í hönnun útlits, forritun, efnisvinnslu og efnisinnsetningu. Því er vefstefnumótun mjög mikilvægur þáttur í vefsíðugerðinni.
WordPress er stærsta og vinsælasta vefumsjónarkerfið sem völ er á í dag, verkfæri sem heldur utan um vefinn þinn. Síðustu ár hef ég unnið alla mína vefsíðugerð í WordPress, ég hef vissulega unnið verkefni fyrir viðskiptavini sem hafa valið önnur vefumsjónarkerfi og einhverjir vildu óska þess að hafa valið það, sleppa við mánaðargjöld og þess háttar.
Fyrir vefverslanir býður WordPress upp á viðbótina WooCommerce, en það er vefverslun sem er einföld í uppsetningu og þægilegt að vinna með. Þú þarft að vera með þarfir þínar fyrir vefverslun á hreinu, eða þá að ég get gert fyrir þig þarfagreiningu fyrir vefverslun. Þarftu að tengjast öðrum tölvukerfum, eins og sölukerfi, reikningakerfi, bókhaldskerfi til að halda utan um lagerstöðu eða þarftu að tengjast kerfunum annara s.s. Póstsins til þess að sjá um afhendingu á vörum til viðskiptavina?
Að auki þarftu að hafa í huga hvaða greiðslumiðlun þú ætlar að nota, hvar ertu í viðskiptum með greiðsluhirðingu? Netgíró, Rapyd, SaltPay, Valitor, bjóða viðskiptavinum sínum mismunandi þjónustuleiðir, svo þú þarft að vita hvað hentar þinni vefverslun.
Vefsíðugerð er ferli sem ekki er hægt að ráðast í án þarfagreiningar. Vefstefnumótun og upplýsingaarkitektúr koma út úr því hvað kemur fram í þarfagreiningunni. Þá er hægt að ráðast í efnissköpun, textaskrif og myndvinnslu með leitarvélabestun að leiðarljósi. Þegar efnið er komið, þá er hægt að ráðast í það að smíða vefinn, kaupa lén, velja hýsingaraðila, setja upp vefumsjónarkerfið og ákvarða útlit og virkni sem vefurinn þarfnast. Efnisinnsetning er framkvæmdin við að setja efnið inn á síður, færslur, form og þegar það er komið er ráðist í prófanir á vefnum, á tölvum og snjalltækjum.
Upplýsingaarkitektúr vefsins snýst um það hvað á að vera hvar og það góða við vefi er að það er alltaf hægt að breyta. Efnisvinnsla og leitarvélabestun haldast svo í hendur þegar kemur að því skrefi í ferlinu, textaskrif fyrir vefinn þar sem leitarorðin eru höfð í huga og annað efni eins og myndir og myndbönd þarf einnig að leitarvélabesta. Þarna gerist galdurinn sem getur komið þér ofar í niðurstöðum leitarvélanna.
Efnisinnsetning getur bæði verið í mínum höndum, eða þínum, allt eftir því hvaða afkastagetu þú hefur yfir að ráða. Ef þú vilt auka afkastagetuna tímabundið, get ég líka verið vefstjóri til leigu, t.d. Meðan þú ferð í fríið. Þegar efnisinnsetningu er lokið og allt efni komið á sinn stað, þarf að framkvæma prófanir. Prófanir á öllum tækjum, snjalltækjum sem og öðrum tölvum. Prófanirnar eru mjög mikilvægt skref í ferlinu og svo tekur við að laga og breyta þangað til allir eru sáttir.
Kennsla og þjálfun á vefumsjónarkerfið eru líka hluti af því þegar ég tek að mér vefsíðugerð. Ég reyni að koma því þannig fyrir að mínir viðskiptavinir séu sjálfbærir, þú tekur við vefnum í rekstur og viðhald þegar ég lýk mínu starfi við vefsíðugerðina. Að sjálfsögðu verð ég þér innan handar ef þú treystir þér ekki í það verkefni.
Fyrir vef þarf að skapa og skrifa áhugavert efni. Textaskrif fyrir þitt fyrirtæki eða félagasamtök þarf að taka mið að notendunum sem þú ert að tala við. Fyrir textann þarf að setja niður tón (e. Tone of Voice) sem ákvarðar hvernig þú ávarpar þína viðskiptavini. Að sjálfsögðu þarf einnig að hafa í huga leitarorð eða lykilorð, orðaforða sem þú veist að viðskiptavinir þínir eru að nota og leita að efni um.
Samhliða textaskrifum er vinnsla myndefnis. Ertu að nota ljósmyndir eða grafík eða blöndu af þessu tvennu? Með myndmáli getur þú haft áhrif á þá ímynd sem þú varpar til þinna viðskiptavina. Góðar ljósmyndir eru mikils virði, einhver sagði einhvern tíman að ein mynd geti sagt meira en þúsund orð. Ég legg í mínu starfi mikla áherslu á leitarvélabestun mynda, mikilvægur þáttur sem oftar en ekki ert horft framhjá, en getur skilað góðum árangri.
Nú, þú bara hallar þér aftur á bak í stólinn, vefurinn er kominn í loftið og þá er bara að bíða eftir að peningarnir streymi inn.
Nei, þetta er ekki alveg svona einfalt. Það þarf nefnilega að sinna vefnum eftir að hann er kominn í rekstur, reglulega keyra uppfærslur og bæta við nýju efni. Þá býð ég upp á vefstjóra til leigu.
Næstu skref eftir að vefurinn þinn fer í loftið er markaðssetning á netinu. Leitarorðaherferðir (e. Pay Per Click – PPC) markaðsherferð með tölvupósti (e. Email Marketing) eða markaðssetning á samfélagsmiðlum (e. Social Media) eru allt þjónustuleiðir sem ég býð uppá og get aðstoðað þig með.
Verð á vefsíðugerð fer aðallega eftir því umfangi sem vefurinn þinn felur í sér. Er um að ræða einfaldan vef til upplýsinga fyrir núverandi og verðandi viðskiptavini? Eða ertu að hugsa um vefverslun, með breiðu vöruúrvali í nokkrum vöruflokkum, tengingum við greiðslugáttir og mismunandi afhendingarmáta? Lítill eða stór vefur kosta ekki það sama.
Viðraðu þær hugmyndir sem þú hefur þegar þú hefur samband. Ég geri þér tilboð þegar ég er búin að meta umfangið á minni vinnu.
Hver klukkustund við vefsíðugerð kostar 19.900 krónur + vsk en þegar tímarnir safnast saman verða þeir ódýrari.
Hvaða samskiptaleið hentar þér? Settu þig í samband við mig.
© 2024 Allur réttur áskilinn
Leitið og þér munið finna
End of Content.