Google Webmaster Tools Vefur vikunnar

Leitarvélabestun: SEO (Search Engine Optimisation)

Leitarvélabestun. Þetta er eitt af þessu buzz orðum, orðum sem stundum geta verið jargon en ef þú hefur áhuga á að skyggnast aðeins undir yfirborðið þá er þetta ekki svo flókið.

Ætli ég hafi ekki notað „leitarvélabestun“ oftar í dag en venjulega, var á fundi með væntanlegum viðskiptavinum og nefndi það í a.m.k. tveimur símtölum.

Leitarvélabestun felur í sér að gera efni vefsins þíns þannig úr garði að leitarvélar geti fundið það sem þær eru að leita að, á síðunum sem þú býður upp á. Það má samt ekki fara offari og gleyma því að það er fólk sem les og notar vefi. Eins og svo oft áður snýst málið um að finna rétta jafnvægið.

Mér til halds og trausts í gegnum árin hef ég oftar en ekki fundið svarið á Google. Það á ekki síst við í tilfelli leitarvélabestunar, því Google hefur gefið út leiðbeiningar um leitarvélabestun sem allir geta nálgast, lesið og nýtt sér.

Leitarvélabestun er eitt af því sem ég tek fyrir í þjónustuskoðun vefja svo þér er velkomið að hafa samband, ef þú vilt gera vefinn þinn leitarvélavænni. Eða ef þú ert of önnum kafinn, þá er þetta eitt þeirra vefverkefna sem auðveldlega má útvista.