Undanfarnar vikur er ég búin að gera nokkuð af því að móta vefstefnu. Fann því að það vantaði efni á minn eigin vef, um vefstefnu og vefstefnumótun.
Það er nefnilega allt of algengt að vefstefna hvers vefs sé „óáþreifanleg“. Hún er bara svona tilfinning sem þeir sem eru að vinna með vefinn hafa. „Hún er ennþá breytileg“, ennþá í mótun… gætu verið frasarnir sem eru notaðir. Raunverulega eru þetta bara afsakanir fyrir því að það er ekki búið að setja vefstefnuna niður á blað.
Hafðu þetta einfalt: Settu vefstefnuna niður á blað.