Undarlegt ferðalag…
Með morgunkaffinu um helgar finnst mér yndælt að fletta blöðunum. Stundir sem ég nýt í botn og get gleymt mér í alls konar pistlum, viðtölum eða auglýsingum um störf og fasteignir.
Í Fréttatímanum á laugardagsmorguninn las ég pistilinn Fertugur á árinu… dæs eftir Hannes Friðbjarnarson. Skemmtileg lesning.
Og svo var það á sunnudagsmorguninn, þegar ég fletti Fréttablaðinu, að ég rakst á dánartilkynningu gamals vinar. Vinar sem ég hitti fyrr í vetur eftir áratug eða svo, þú veist leiðir skilja og svo rekst maður aftur á fólk. Hann var árinu yngri en ég, hefði orðið fertugur á næsta ári.
Lífið er hverfult, njótum þess meðan við getum.