Júlli.is fyrir snjallsíma og tölvur

Julli.is

Júlli fór af stað með Jólavef Júlla árið 1999 og hefur þar safnað saman fróðleik og skemmtun um allt á milli himins og jarðar sem tengist jólunum. Vefurinn hefur gegnum tíðina notið mikilla vinsælda hjá börnum og þeim sem starfa með börnum eins og kennurum. Vefurinn var kominn vel til ára sinna, hafði síðast verið uppfærður um 2013. Því var það krefjandi verkefni að koma öllu efni vefsins til skila á ný.

 

Til viðbótar hafði Júlli óskir um að gera lifandi magasín vef, vef með fréttum frá Dalvík og nágrenni auk pistla frá Dalvíkingum víðs vegar um veröldina. Auk þess er fyrirhugað að setja á vefinn efni um heimahagana, eins og Bakkabræður, Dalvíkurskjálftann og Jóhann risa. Matarsíða áhugamannsins þarf líka að fá sinn sess, þar sem í fórum Júlla er til ógrynni uppskrifta, sérstaklega af fiskréttum enda Júlli búin að halda utan um Fiskidaginn mikla i 23 ár, þó nú sé komið að leiðarlokum.

 

Veðrið er svo eitt af hugðarefnunum enda veðurklúbbur starfræktur á Dalvík sem hittist reglulega og gefur út veðurspá fyrir komandi tíð, byggt á tunglkomum og áratuga reynslu. Auk þess settum við veðurspá frá Blíku á vefinn, sem birtir veðurspá fyrir valda staði eins og Dimmuborgir en eins og allir vita eiga jólasveinarnir heima þar.

 

Jóladagatalið var sett upp fyrir 24 daga í desember og þar er hægt að opna nýjan glugga þegar dagurinn er runninn upp. Getraunir og gátur og ef þú svarar rétt, geturðu sent jólavefnum póst, þar sem þú ferð í pott og átt möguleika á glæsilegum vinningum.

 

Júlli.is og vinnan við hann er búið að vera frábært verkefni að vinna og skemmtilegt að taka þátt í að halda í gömlu jólahefðirnar okkar. Hvað framtíðin ber í skauti sér veit enginn frekar en hvað það verður sem þú færð í jólagjöf.

webdew annaðist

Skoða vefinn

Hafðu samband

Hvaða samskiptaleið hentar þér? Settu þig í samband við mig. 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

© 2024 Allur réttur áskilinn 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Leitið og þér munið finna