webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Edit Template
Kirkjubaer.com tjaldsvæði og smáhýsi til leigu á Kirkjubæjarklaustri

Kirkjubaer.com

Kirkjubær II tjaldsvæðið og smáhýsin er fjölskyldurekið tjaldsvæði á Kirkjubæjarklaustri. 

Tjaldsvæðið Kirkjubær II hóf starfsemi árið 1994. Það voru hjónin Ólöf Benediktsdóttir og Lárus Siggeirsson sem hófu reksturinn og fengu mikinn stuðning frá fjölskyldu sinni.

Sonur þeirra, Benedikt Lárusson, byggði upp með foreldrum sínum og tók svo við rekstrinum árið 2009 og rekur tjaldsvæðið í dag. Upphaflega var þetta eingöngu tjaldsvæði, en síðar var bætt við smáhýsum til að koma til móts við gesti sem vilja njóta þess að vera á tjaldsvæði en óska eftir aðeins betri aðstöðu en að sofa í tjaldi.

Á fyrstu árunum var tjaldsvæðið aðeins opið á sumrin en með fjölgun ferðamanna hefur starfsemin breyst og nú er opið stærstan hluta ársins, aðeins lokað yfir köldustu vetrarmánuðina stýrist opnunartíminn að hluta til af veðurfari.

Lilja Magnúsdóttir, eiginkona Benedikts hafði samband í mars, með það í huga að endurnýja vefinn fyrir tjaldsvæðið að Kirkjubæ II. Við fórum í sameiningu yfir hvað væri hægt að nýta af gamla vefnum og fórum í saumana á því hverju væri hægt að gera betri skil, til þess m.a. Að minnka álag á starfsfólki við að svara í síma.

Dögg fór af stað með það í huga að gera greinargóðan upplýsingavef, bæði fyrir tjaldsvæðið, smáhýsin til leigu en ekki síður til þess að gera áhugaverðum stöðum í nágrenni Kirkjubæjarklausturs hátt undir höfði. Þá vildum við hafa greinargóðar upplýsingar um hvaða þjónustu ferðamenn geta nýtt sér á Kirkjubæjarklaustri.

Virkni vefsins var endurhugsuð, með áherslu á tengingar milli innri síðna. Tenglar sem vísa út af vefnum eru yfirleitt á staðsetningar og þar var stuðst við Google Maps, nema þar sem um opinbera aðila er að ræða eins og Vatnajökulsþjóðgarð eða VisitSouth.is.

Sett var upp nýtt og ferskt WordPress vefumsjónarkerfi. Þema og litir voru útfærðir í samræmi við útlit húsanna á staðnum. Til að byrja með voru nýttar myndir sem til voru, en eftir að Lilja tók við vefnum í rekstur, þá er hún sjálf búin að taka margar nýjar myndir og fríska þannig upp á ásýndina, enda lunkinn ljósmyndari þar á ferð.

Fyrsta útgáfa var aðeins á ensku en þörfin fyrir að hafa vefinn einnig á íslensku kom í ljós mjög fljótt eftir að nýr vefur fór í loftið í maí. Íslensku útgáfunni var svo bætt við í júní.

webdew annaðist

Skoða vefinn

Hafðu samband

Hvaða samskiptaleið hentar þér? Settu þig í samband við mig. 

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

© 2025 Allur réttur áskilinn

webdew | Dögg Matthíasdóttir

Hrauntungu 14 | 200 Kópavogi 

KT. 121175-3399

VSK: 123500 

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Leita

Leitið og þér munið finna