Kjötsmiðjan fagnaði 30 ára afmæli árið 2020 og af því tilefni var ráðist í að búa til nýjan vef.
Kjötsmiðjan er kjötvinnsla en starfrækir einnig kjötbúð að Fosshálsi 27 í Reykjavík. Markmið vefsins voru að gera viðskiptavinum betur kleift að panta vörur úr hinu fjölbreytta og glæsilega vöruúrvali sem Kjötsmiðjan býður uppá. Einnig þurfti að bregðast hratt við á þeim tíma þegar vefurinn var í vinnslu, þá skall á farsótt og í snarhasti var viðskiptavinum boðið upp á heimkeyrslu og snertilausar afhendingar.
Starfsfólk Kjötsmiðjunnar tók svo við vefnum í rekstur og nýtir hann sem hjartað í sinni markaðssetningu á netinu og á samfélagsmiðlum. Að auki hafa þau nýtt sér Dögg hjá webdew sem vefstjóra til leigu enda frábær sveigjanleiki fólginn í því að geta einbeitt sér að gæðavörum og góðri þjónustu við viðskiptavini sína og fá fagmanneskju til þess að sjá um að uppfæra vefinn. Það sparar bæði tíma og fjármuni til lengri tíma litið.
webdew annaðist
- Vefstefnumótun
- Vefsíðugerð
- Hlutverk og markmið skilgreind
- Veigamestu verkefni vefsins skilgreind
- Val tæknilegra viðbóta
- Útlit, litir og grafík valin
- Myndvinnsla
- Leitarvélabestun
- Prófarkalestur
- Innsetning á efni
- Vefstjóri til leigu
- Prófanir á virkni á öllum snjalltækjum